Skírnir - 01.01.1933, Síða 247
Skirnir]
Ritfregnir.
241
laust í skjóli manna sinna — og svo kafna þœr fyrr eða síðar í
ímynduðu andstreymi og taugaóstyrk.
Frá borgaralegu sjónarmiði er Gerða langmerkasta persóna
.sögunnar. Hún er vísifingur hins heilbrigða, hversdagslega lífs, og á
það meðal annars útliti sínu að þakka, að hún hefir ekki hrifizt burt
úr þeim jarðvegi, sem henni er áskapaður. Yið hana verður lesand-
inn að miða eins og fjallstind, sem gnæfir upp úr molluþoku tilgangs-
leysisins. Gerða er heilbrigð sál, og það gustar af henni, svo að þokan
nær ekki að byrgja hana. Þegar lesandinn er orðinn í hálfgerðum
vandræðum með aðrar persónur sögunnar, einkum Signýju, sem hrekst
eins og rekald milli tveggja skauta: flagarans annars vegar og hættu-
legra kunningjakvenna hins vegar, kemur Gerða alveg eins og köll-
nð í upphafi 10. kapítula í síðara kafla sögunnar. Þar kemst höf-
undur þannig að orði:
„Gerða fann, að hún bar ábyrgð á allri þessari vitleysu. Þess
vegna gat hún ekki sofnað.
Yitleysa. Það var einmitt orðið, sem átti við þetta allt saman,
fannst henni. Henni komu í hug höfuðsóttarkindur, sem hún mundi
eftir úr sveitinni. Þær höfðu misst allan hæfileikann til þess að stefna
að nokkuru markmiði, hæfileikann til að bjarga sér, hæfileikann til
þess að fara eftir eðlisfari sínu, gerðu ekki annað en hringsnúast í
Titfirringunni“.
Lesandinn er Gerðu þakklátur fyrir leiðsögnina og heldur nú
rólegui' áfram lestrinum, þar til bókinni lýkur með því, að Gerða, hin
.góða vættur sögunnar og ábyrgðarmaður atburðanna, sættir þau Grím-
úlf og Signýju.
í þessari sögu gerast engir stórviðburðir, en blærinn á frásögn-
inni veldur því, að bókin er skemmtileg. Einar H. Kvaran á enn því
láni að fagna, að íslenzk alþýða bíður með'eftirvæntingu eftir hverri
nýrri bók frá honum. (Þessi bók kvað vera nálega uppseld' á skömm-
um tíma). Við lestur þessarar bókar hvarflar lesanda í hug, að fróð-
legt væri, að Einar H. Kvaran skrifaði endurminningar sínar, meðan
heilsa hans og starfsþrek leyfa. Slík bók mundi verða mikil aufúsu-
gjöf öllum hinum mörgu vinum hans nær og fjær. Iíann á sér langan
og óvenjuviðburðaauðugan æviferil að baki, og hvort sem bókin yrði
góðlátleg „Dichtmig und Wahrheit" eða hispurslaust uppgjör við allt
og alla, eins og mér finnst eðlilegast að hugsa mér slíkar bækur, mundi
hún vafalaust verða vel þegin.
Sigurður Skúlason.
Kristmann Guðmundsson: Det hellige fjell. Roman. Oslo.
H. Asehehoug & Co. (W. Nygaard) 1932.
Skáldsaga frá landnámsöld, merkilegt efni. Til þess þarf
víðtæka þekkingu og djúpan skilning á fomsögum vomm, er
16