Skírnir - 01.01.1933, Page 248
242
Ritfregnir.
[Skírnir
einar geyma minningar nm þetta merkilega tímabil. Krist-
mann hefir bersýnilega búið sig vel undir verkið, aflað sér sem
beztrar þekkingar á þeim lilutum, er snertu viðfangsefnið. Kemur
það fram bœði í sögunni sjálfri og í góSri grein, sem hann hefir ritað í
„Samtiden (9. hefti 1932) og heitir „Landnám". Er því fátt í þessum
efnum, sem vert væri að fetta fingur í, svo sem að landnámsmaður
heitir Jón eða að sagt er, aS otur hafi komiS fyrir hér á landi. En mest
er um það vert, að skáldið hefir séð í nýju ljósi ýms atriði lífsins hér á
landi á landnámsöld, er sögumenn hafa gefið oflítinn gaum, en eflaust
hafa ráðið miklu um hugarástand þjóðarinnar þá. Þar bíða margar
spui’ningar svars: Hvaða áhrif hafði kynblöndun norrænna og vest-
rænna manna? Hvemig blandaðist trúin, þar sem hinir vestrænu menn,,
frjálsir og þrælar, voru kristnir og bjuggu meö heiSnum mönnum í
hinu nýja landi, því að minnsta kosti hafa íslenzku bömin lært að
skilja hin írsku börn, er þau uxu upp meS? Hvað varð af pöpunum?
Skyldu ekki einhverjir þeirra að minnsta kosti hafa haldizt í landinu
og þá unnið aS því aS halda við trúnni hjá ánauSugum trúbræðrum.
sínum, er sízt máttu án hennar vera ? Gróf ekki kristna trúin smám
saman í leynd undan rótum lieiðninnar, kom losi á hana og glæddi nýja
'hjátrú, er allt af sprettur í slíkum jarðvegi? Hötuðu ekki hinir vest-
rænu þrælar NorSmennina, sem höfSu svipt þá frelsinu? Yar ekki
gamall norskur héraðarígur undirrót að ýmsum deilum manna á landi
hér ? Þá má og minna á heimþrá landnámsmannanna til ættlandsins og
togstreitu hennar viS ítök þau, er nýja landiS undir eins fekk í hugum
þeirra, tvískifting liugans og rótleysið, sem henni fylgir og þó vekur
andleg öfl úr svefni. Hvernig orkaði náttúra landsins á frumbyggj-
ana, unaður sumarsins og ógnir landskjálfta, hafísa og hallæris? Og’
hvemig fór landnemalífið með viðkvæma og metnaðargjarna menn,
karla og konur, er hurfu frá glæsilegri kjörum í fásinnið og stritið ?
Öllum þessum spurningum og ýmsum fleiri mætum vér í skáld-
sögunni, klæddum holdi og blóði lifandi manna. Skáldið hefir tekiS
þann kostinn, aS skapa menn sína, landslag og lífsörlög af frjálsu
fullveldi, í stað þess að taka nafngreinda menn og staSi úr sögum vor-
i;m, og verður ekki að því fundið. Með þeini hætti má komast hjá þvi
skerinu, að þrefað verði um samræmi við tilteknar heimildir. Hann
hefir og farið að dæmi nútíSarhöfunda í því að segja beint frá hugs-
unum og tilfinningum persónanna, og ekki fetað í spor Islendinga
sagna, er segja að jafnaSi það eitt, er sjónar- og heyrnarvottar geta
hermt. Það verður ekki heldur lastað. En hugboð mitt er þaS, að ís-
lenzk skáldsagnalist muni ná hæst, er miklu skáldi tekst aS yngja upp
hina fomíslenzku aðferð og birta allan nútíðarskilning skálcfeins a
sálarlífinu í orSum og athöfnum persónanr.a einum. Það er strangur
skóli, en liann er sterkur, því að hann virðir takmörk lífsins sjálfs.
En þessa sögu má þakka eins og hún er. Það er merkileg bók, ogr