Skírnir - 01.01.1933, Qupperneq 249
kirnir]
Rilfregnir.
243
höfundurinn sýnir liér eins og fyrri djúpan skilning á frumöflum
lífsins, mikla hugkvæmni í sköpun persóna og atvika, næma tilfinningu
fyrir náttúrunni, og hann skrifar vel.
G. F.
Magnús Ásgeirsson: Þýdd ljóð. III. Reykjavík — Bókadeild
Menningaisjóös — 1932. 159 bls.
Fyrsti þriðjungur bókarinnar er „Gróttasöngur hinn nýi“ eftir
Viktor Rydberg, djúpúðugt og magnaö kvæöi, sem jafnaðarmenn ekki
síöur en andstæðingar þeirra hefðu gott af að lesa með skynsemd. Þá
koina kvæði eftir Fröding, Levertin, Hjorth-Sehoyen, Overland, Krag,
Drachmann, Heine, Brooke, Abercrombie, Praed, Asnyk og Masters.
Rétt hefði veriö að liafa í athugasemdunum stutt æfiatriði skáldanna.
Ivvæðin eru yfirleitt vel valin og svo glæsileg og ágæt í hinni íslenzku
þýðingu, að unun er að lesa. Magnús Asgeirsson er blátt áfram snill-
ingur. —
G. F.
Ágúst H. Biarnason: Björnstierne Björnson. Aldarminning.
Reykjavík 1932.
Próf. Agúst H. Bjarnason hefir auðgað íslenzkar bókmenntir að
mörgum gagnlegum bókum, er þjóðhylli hafa náð, og bætir nú við
einu riti um stórskáldið norska Bj. Bjömson. Bókin er 112 bls. að
stærð og með myndum af skáldinu á ýmsum aldri. Eru rakin aðalat-
riðin úr æfi Björnsons og minnzt á skáldrit hans, baráttu hans fyrir
áhugamálum sínum og lýst hinum miklu áhrifum, er hann hafði, bæði
lieima og erlendis. Frásögninni er haldið í léttum og fjörlegum stíl, og
gefur ritið, þótt ekki sé langt, góða hugmynd um þennan mikla vík-
ing norrænna bókmennta.
B. J.
Guðbr. Jónsson: Borgin eilifa og aðrar ferðaminningar.
Rvík 1932.
Titill bókarinnar er valinn með tilliti til þess, að lengsti
kaflinn í henni er um d!völ í Rómaborg, sem á skáldamáli hefir verið
nefnd „borgin eilífa". Ilinir kaflarnir eru um Þýzkaland, að undan-
skildum einum, sem er um flugferð hér á landi, milli Reykjavíkur og
Seyðisfjarðar. Guðbrandur hafði áður, með smásögunum „Moldin
kallar“, sýnt að hann liefir góða rithöfundargáfu, og sannar það enn
betur með þessum ferðaminningum. Þarf ekki annað en að fletta upp
kaflanum um Flensburg á bls. 13 til þess að sannfærast um ritleikni
höf. I kaflanum gm Róm kennir margra grasa, og er þar meðal annars
viðtal við sjálfan páfann Pius XI. — Kaflinn um Köln og hina miklu
dómkirkju þar er og hinn skemmtilegasti, og svo mun lesendum þykja