Skírnir - 01.01.1933, Qupperneq 251
Skýrslur og reikningar
Bókmenntafélagsins árið 1932.
Bókaútgáfa.
Árið 1932 gaf félagið út þessi rit, og fengu þau þeir félagar,
greiddu lögákveðið árstillag til félagsins, 10 kr.:
Skírnir, 106. árgangur 12,50
íslenzkt fornbréfasafn, XII. 9 — b,00
Annálar 1400—1800, II. 6 — 6,00
Samtals . . . kr. 24,50
Ennfremur gaf félagið út:
Sýslumannaævir, V. 3. (registur) kr. 6,00
Verður það rit ekki sent félagsmönnum ókeypis, en selt við
ákveðnu bókhlöðUverði hverjum, er vill, meðan upplagið hrekkur. —
Sbr. bókaskrá féiagsins.
Aðalfundur 1933.
Árið 1933, laugardaginn 17. júni, kl. 9 siðdegis, var aðalfundur
Bókmenntafélagsins haldinn í Eimskipafélagshúsinu. Fundurinn hafði
áður verið boðaður samkvæmt lögum félagsins, með auglýsingum í
blöðum og með bréfspjöldum með bæjarpóstum. — Forseti setti
fundinn og stakk upp á herra yfirkennara Jóni Ófeigssyni sem fund-
arstjóra. Var hann kjörinn með almennu lófataki.
1. Þá tók forseti til máls um hag og starfsemi félagsins síð-
astliðið ár. Gat hann fyrst látinna 18 félagsmanna, er andazt höfðu
siðan síðasti aðalfundur var haldinn, og voru þeir þessir:
August Flygenring, fyrrum alþingismaður, Kaupmannahöfn,
Benedikt Sveinsson, bóksali, Borgareyri við Mjóafjörð,
Bertha S. Phiiipotts, litt. dr., Tunbridge,
Egiil Jónasson, bókbindari, Akureyri,
Eiríkur E. Sverrisson, kennari, Vík í Mýrdal,
Eugen Mayer, prófessor, Wurtzburg,
Gísli ísieifsson, skrifstofustjóri, Reykjavik,