Skírnir - 01.01.1933, Síða 252
II
Skýrslur og reikningar.
Quðm. G. Bárðarson, prófessor, Laugarnesi,
Guðni Kristjánsson, kaupmaður, Vopnafirði,
Hannes Jóhannsson, íþöku í Bandaríkjum,
Heinrich Erkes, háskólabókavörður, Köln,
Katrín Magnússon, prófessorsfrú, Reykjavík,
Oddur Gíslason, bæjarfógeti, ísafirði,
Sigurður Þórðarson, fyrv. sýslumaður, Reykjavik,
Skúli Skúlason, fyrrum prófastur, Reykjavík,
Stefán Jónsson, fyrrum prófastur, Reykjavík,
Þorvaldur Eyjólfsson, skipstjóri, Reykjavik,
Þórður Sigurðsson, Egg i Skagafirði.
Fundarmenn risu úr sætum og minntust hinna Iátnu félags-
manna.
Þá las forseti upp nöfn nýrra félagsmanna, er skráðir höfðu
verið síðan á síðasta aðalfundi.
Forseti las því næst upp félagsreikningana, ársreikning og efna-
hagsreikning síðastliðið ár og sömuleiðis reikning sjóðs Margrétar
Lehmann-Filhés og reikning afmælissjóðs félagsins. Höfðu þeir ver-
ið endurskoðaðir og án athugasemda. Urðu um þá engar umræður
á fundinum og voru þeir allir samþykktir i einu hljóði.
2. Þá voru kjörnir endurskoðendur félagsins, þeir endurkjörn-
ir, er verið höfðu.
3. Síðan skýrði forseti frá útgáfustarfsemi félagsins á yfirstand-
andi ári. Kvað hann Annála-hefti þegar fullprentað, og sömuleiðis
hefti af Safni til sögu íslands og íslenzkra bókmennta, en Skírni
kvað hann langt kominn og að hann myndi geta orðið búinn i
næsta mánuði. Ennfremur kvað forseti hafa verið prentað 1. h. af
XIII. b. Fornbréfasafns handa þeim, er vildu gerast kaupendur þess.
— Síðastliðið haust hafði verið lokið við útgáfu registurs yfir Sýslu-
mannaævir.
4. Loks skýrði forseti frá þvi, að stjórn félagsins hefði sam-
þykkt eindregið að leggja það til við aðalfund, að þessir 4 menn
yrðu kjörnir heiðursfélagar:
John Ronald Reuel Tolkien, prófessor í Oxford,
dr. A. G. van Hamel, prófessor í Utrecht,
dr. Walter Heinrich Vogt, prófessor í Kiel, og
Ejnar Munksgaard, bókútgefandi í Kaupmannahöfn.
Voru þeir kjörnir heiðursfélagar með almennu lófataki fundar-
manna.
Fleira var ekki rætt né samþykkt.
Fundarbók lesin upp og síðan samþykkt og undirrituð.
Slitið fundi.
Jón Ofeigsson. _______________
Matthícis Þórðarson.