Valsblaðið - 01.05.1979, Síða 5

Valsblaðið - 01.05.1979, Síða 5
,,Ég leik líkama minn hart oggjöri hann aö þræli mínum...“ Þessi orð gætu verið höfð eftir einhverjum •þróttamanni í dag, sem hefur náð langt í sinni grein. En svo er ekki, heldur eru þessi orð úr Biblíunni og það var Páll postuli sem sagði þetta og var hann þá að tala um þann kappleik, já þann úrslitaleik, sem skiptir öllu máli að vinnist. Þessi úrslitaleikur snýst um lífið sjálft og úrslitin geta skipt sköpum fyrir þig og mig, líf okkar allt, bæði í þessum heimi og handan grafar. Eitt er víst, lífið er barátta, hörð barátta þar sem við þurfum að nýta alla þá orku og krafta, bæði hjarta og í trú. Þegar þú hefur gert þetta af einlægni þá muntu þú finna, að þú ert sem nýr maður enda ertu endurfæddur eins og það heitir á máli trúarinnar. Nú skaltu kynna þér vilja hans með þig og hann er að finna í orði hans og það finnur þú fyrst og fremst í guðspjöllum biblí- unnar. Lestu t.d. Markúsar-guð- spjall vel yfir. Og mundu hann segir: „Enginn skal slíta þig úr hendi minni...“ Og nú eru blessuð jólin að koma og það var einmitt á fyrstu jólunum sem hann kom og þá hljómaði fyrst fagnaðarboðskapurinn um hann: „Verið óhræddir, því sjá, ég boða Hvernig standa leikar? líkamlega og andlega, sem okkur standa til boða, ef sigur á að vinnast, °g takmark okkar er sigur, um jafn- tefli er ekki að ræða. En um hvað stendur baráttan? Hún stendur um það, hvort okkur tekst að eignast jákvætt, heilbrigt og gott líf eða ekki og hún stendur um ^eira, sáluhjálp okkar er í veði. Og ekkert af þessu kemur af sjálfum sér. Hvernig standa leikar hjá þér? I starfi mínu sem prestur kemur stundum ungt fólk til mín vegna þess að það á í miklum erfiðleikum, alls konar erfiðleikum og stundum svo otiklum, að því finnst leikurinn tap- aður og vill gefast upp. Sumir eiga 1 erfiðleikum sökum ósætti við fjöl- skyldu og vini, hjá öðrum er hjóna- handið í molum og enn öðrum of- neyzla áfengis og peningaóreiða. Og öHu þessu fylgir ótti, kvíði, vonleysi, lífsleiði og beinlínis uppgjöf. ^egar svona er komið, hvað er þá úl ráða, er nokkur von? Er leikurinn kanski tapaður? Nei, leikurinn er tapaður og það er alltaf von, já Von fyrir alla menn. En hvers vegna er staðan svona slæm? í lang flestum úlfellum er það vegna þess að leik- reglurnar hafa ekki verið virtar og andstæðingurinn hefur fengið mörg víti og skorað ódýr mörk. Hvaða leikreglur er ég að tala um? Leik- reglur lífsins, boðorð Drottins og vilja hans fyrir líf þitt og mitt. Við þekkjum þessar reglur og erum því án afsökunar. Og það er lögmál í lífinu, að sá sem viljandi brýtur boð- orð Drottins, hann leiðir óhamingju yfir sjálfan sig og sína. En þrátt fyrir slæma stöðu, þá skulum við hefja leikinn á ný ogfara nú eftir leikreglum lífsins og nota þær leikaðferðir sem sá setur, sem getur tryggt sigurinn og það er Jesús Kristur. Hann kom einmitt til þess að þú mættir sigra í lífi þínu. En ekkert kemur af sjálfum sér, þú verður að æfa vel og hann hvetur þig og segir: „Þú skalt biðja og þér mun gefast, leita og þú munt finna, knýja fast á og fyrir þér mun upp lokið verða... ogsjáég er með þér alladaga allt til enda veraldar.." En athugum nú æfingaplan hans. Fyrst er að snúa við frá fyrra líferni, það að vera sífellt að brjóta leik- reglur. Síðan að biðja guð að fyrir- gefa öll brotin og að lokum skalt þú biðja Jesúm að koma inn í líf þitt og taka við honum með opnum huga og yður mikinn fögnuð, því að yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn“. Jesús Kristur vill og getur hjálpað þér til þess að sigra í lífi þínu og eignast heilbrigt og gott líf. Það er ekki þar með sagt, að hann lofi þér lúxuslífi. En hann lofar að vera alltaf hjá þér og veita þér kjark, kraft og dug til að standast í lífinu, í blíðu þess og stríðu. En til þess að svo megi verða, þá verður hann að vera virkur liðs- maður og ekki sitja á varamanns- bekk. Hann þarf að vera virkur i og með þér, og þú þarft að trúa, treysta og hlýða honum og leikaðferðum hans í einu og öllu. „Trúin er sigur- aflið..“ segir í orði Drottins og það er satt. Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól og sigursælt nýtt ár. Halldór S. Gröndal. 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.