Valsblaðið - 01.05.1979, Qupperneq 11

Valsblaðið - 01.05.1979, Qupperneq 11
Ekki agaleysi - frekar kæruleysi Valsblaðið: Nú virðist þið nokkuð sammála um að Nemes hafi ekki valdið verkefni sínu þegar fór að bjáta á. Hvað skeði þá? Kom upp agaleysi í liðinu? Ingi Björn: -Ekki agaleysi eins og má skilja það orð. Miklu frekar svolítið kæruleysi. Menn lögðu ekki eins hart að sér í leikjum, enda minna skammaðir þótt þeir gerðu það ekki. Menn fóru að mæta misjafnlega snemma á æfingar, taka misjafnlega mikið á - þetta fylgdist allt að. En mig langar aðeins til þess að minnast á það sem Ólafur var að tala um áðan, það að okkur hafi skort neista í leikjum okkar. Þetta er rétt, en ástæðan er sú að okkur skorti þrek. Lið getur ekki leikið á fullum krafti nema það hafi gott þrek. Albert: Þarna komum við einnig að atriði sem ekki er unnt að líta framhjá. Valsliðið hefur að stofni til verið skipað sömu leikmönnum, jafnvel frá árinu 1975. Það er því í sjálfu sér ekki óeðlilegt að það komi upp þreyta meðal leikmannanna sjálfra og þegar svo er þarf baeði aga og aðhald frá þjálfaranum og það var ekki til staðar. Þjálfarinn á t.d. ekki að láta það ske að menn mæti jafn missnemma á æfingar og þeir komust upp með í sumar. Slíkt leiðir bara kæruleysi af sér, og það kom t-d. vel fram er við vorum úti í Þýzkalandi að keppa í Evrópubikarkeppninni í haust. Þá voru menn að mæta 10-20 mínútum of seint í rútuna, þegar verið var að fara á æfingar eða skoðunarferðir. Þetta verður til þess að leikmennirnir sem mæta á réttum tíma verða ergi- legir, og það virðist ekki skipta neinu máli að halda reglu á hlutunum. Valsblaðið: Var dr. Yuri miklu harðari við ykkur. Skammaði hann ykkur meira? Dýri: Já, dr. Yuri skammaði okkur oft. Nemes gerði það reyndar líka, þótt frekar væri það sjaldgæft. Hann yar fyrst og fremst of óákveðinn. Bjarni: Þetta er rétt. Það var of mikið aðhaldsleysi nkjandi. Auðvitað er það þjálfarinn sem á að höggva a þann hnút og vera harður af sér. Hann er mest með leikmönnunum og á að móta stefnuna. Valsblaðið: Þegar séð var að hverju stefndi. Gerði Meistaraflokksráð og stjórn deildarinnar ekkert til Þess að tala við þjálfarann og reyna að fá hann til þess Qð taka í rassin á leikmönnum? Bjarni: Jú, jú. Það var talað við þjálfarann. Hins vegar var heildarstefnan sú, að þjálfarinn tæki allar aieiri háttar ákvarðanir sjálfur. En honum var bent á ýmislegt sem okkur þótti sem betur mætti fara. Nemes hafði hins vegar ekki þá skapgerð að geta barið menn áfram. Dýri: Þegar okkur gekk jafn illa í mótbyrjun og raun Ear vitni var kosin nefnd til þess að starfa með Nemes. Epp úr stofnun hennar fóru hlutirnir að ganga betur, og Þá varð það svo að þessi nefnd virtist einhvern veginn Sufa upp og um leið dofnaði yfir árangrinum aftur. Ólafur: Þessi nefnd starfaði raunar ekki eins og hún attl að starfa, þar sem nefndarmenn voru á öndverðum meiði við þjálfarann og það var fyrirsjáanlegt að þjálfar- inn færi ekki eftir því sem verið var að benda honum á. Valsblaðið: Var sú nefnd sem þið eruð nú að tala um sett þjálfaranum til höfuðs? Bjarni: Það má orða það þannig. í nefndinni voru þjálfarinn, liðsstjórinn og svo Róbert Jónsson, auk þess sem ég sat nokkra fundi með þessari nefnd. Þar voru rædd mál eins og t.d. leikskipulag og þjálfunaraðferð, en eins og fram hefur komið voru menn á svo öndverð- um meiði að það var auðséð að ekkert myndi koma út úr þessu starfi. Ólafur: Það var raunar aldrei starfsgrundvöllur fyrir þessa nefnd, vegna þess að þessir þrír menn fóru ekki í þetta samstarf með því hugarfari að reyna láta gott af sér leiða. Þar af leiðandi var tilraunin, sem ég tel virðingarverða, unnin fyrir gýg. Það er líka annað atriði sem við höfum ekki komið inná, en mér fannst mjög ábótavant hjá Nemes, en það var lokaundirbúningur leikmanna fyrir leiki. Ég fylgdist t.d. með undirbúningn- um fyrir bikarúrslitaleikinn við Fram, og ég verð að vera svo hreinskilinn að segja að Nemes stóð sig illa þegar hann var að tala til leikmanna fyrir leikinn. Valsblaðið: Var dr. Yuri góður að drýfa menn upp fyrir leiki? Ingi Björn: Dr. Yuri er svo sérstæður að það er varla hægt að tala um hann í sömu andránni og aðra þjálfara. Hann lagði leikinn allt öðru vísi upp fyrir leikmennina. Hann fór nákvæmlega í gegnum það með leikmönnum hverju þeir mættu búast við í leikrwiro. Hveriir væru helstu veikleikar andstæðingsins og hver væn hans styrkur. í æfingum hans var líka tekið sérstaklega fyrir hvaða staða gæti hugsanlega komið upp í leikjunum, og æfð svör við því. Þetta gerðum við ekki í sumar. Aðall dr. Yura var hversu snjall hann var að lesa leiki and- stæðingsins. Knattspyrnan ekki eins góð í sumar Valsblaðið: Ef við vindum okkar kvœði eilítið í kross og heyrum álit ykkar á knattspyrnunni í sumar? Bjarni: Viðhorf mitt kann nú að mótast af því að mér finnst ekki mikið varið í knattspyrnuna ef Val gengur ekki vel. Að því slepptu held ég samt að knatt- spyrnan í sumar hafi ekki verið eins góð og undanfarin ár. Ólafur: Ég er sammála þessu. Andstæðingar okkar unnu ekki leiki við Val vegna þess að þeir væru betri en þeir hafa verið, heldur vegna þess að við vorum ekki eins góðir. Hið sama á við um Akranesliðið. Þessi tvö topplið undanfarin ár voru ekki eins góð. Hjá báðum þessum liðum komu fram veikleikar. Það má t.d. benda á það að markvarslan hjá Val var ekki svipur hjá þeirri sjón sem hún var í fyrra. Enginn má þó skilja orð mín þannig að ég sé að kenna markverðinum einum um að ekki gekk betur, en við vitum allir að markvarslan er stór þáttur í knattspyrnuleik og það er efítt að vinna leiki nema hún sé í góðu lagi. 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.