Valsblaðið - 01.05.1979, Page 19

Valsblaðið - 01.05.1979, Page 19
Ávarp Þórðar Þorkelssonar flutt á Valsdaginn 9. sept. s.l. Hr. forseti Í.S.Í., Borgarráð Reykjavíkurborgar, íþróttafull- trúar, íþróttaleiðtogar, góðir gestir. Allt frá þvíað Knattspyrnufélagið Valur var stofnað 11. maí 1911, þá sem deild í K.F.U.M., hefur verið ríkjandi stefna, að félagið ætti sitt eigið athafnasvæði og þó svo, að á ýmsu hafi gengið fyrstu tvo til þrjá áratugina, eins og saga Vals ber með sér, var það ekki fyrr en með kaup- unum á Hlíðarenda árið 1939, að félagið eignaðist varanlegan sama- stað. Fram að þeim tíma má segja, að vallarmál félagsins hafi verið ein sorgarsaga. Gerðir voru vellir á að minnsta kosti 4 stöðum í borgar- landinu, en ávallt urðu þeir fyrir i’Yggingum eða öðrum mannvirkj- um, sem reist voru á þessum stöðum °g sá síðasti þeirra er nú hluti af undirstöðum Reykjavíkurflug- vallar. Valsmenn sáu að við svo búið Varð ekki unað og fyrir harðfylgi og framsýni þáverandi formanns fé- 'agsins, Ólafs heitins Sigurðssonar Var Hlíðarendinn keyptur. Verður Ólafi og þeim sem að Hlíðarenda- kaupunum stóðu seint þakkaður sá grundvöllur, sem þeir lögðu að framtíðar uppbyggingu félagsins. Þar sem fjárráð félagsins voru mjög takmörkuð á þeim tíma og stofnað til mikilla skulda á þeirra l|ma mælikvarða var Hlíðarendinn 'eigður næstu 5 ár eftir kaupin, en að Þeim tíma liðnum var hafist handa með byggingu íþróttamannvirkja. Pélagsheimili, búnings- og baðað- staða tekin í notkun 1948, malarvöll- Ur 1949, grasvöllur 1952 og íþrótta- hús 1958. Það voru margir, sem 'ögðu hönd á plóginn á þessum ár- Um, bæði með fjárframlögum og sjalfboðaliðsvinnu, en fremstir í flokki við þessar framkvæmdir allar v.°ru þeir Úlfar Þóðrarson, Sigurður o'afsson, Jóhannes Bergsteinsson, og Andreas Bergmann. Þess berogað geta, að einnig ýtti undir fram- kvæmdir gerbreytt viðhorf ríkis-og borgaryfirvalda viðvíkjandi styrk- veitingum til íþróttamannvirkja og félagsheimila. Ekki er að undra þótt lægð kæmi í framkvæmdir eftir þau stórátök, sem áttu sér stað á árunum 1939 og 1958, en samt var á árunum þar á eftir unnið við grassvæði, sem mikið hafa verið notuð til æfinga svo og gerð handknattleiksvallar, bifreiða- svæðis o.fl. Þannig háttar svo til hjá félaginu fram til ársins 1968, að Vals- menn verða órólegir á ný. Þeim finnst tími til kominn, að íþróttaað- staða félagsins verði aukin og endurbætt, þannig að hún fullnægi betur kröfum tímans. Einnig ber að hafa í huga, að veruleg fjölgun hefur orðið í félaginu og þau íþróttamann- virki, sem fyrir eru fullnægja engan vegin þörf félagsins. Það var svo á árinu 1971 að þá- verandi aðalstjórn fékk verulega stækkun á félagssvæðinu og í fram- haldi af því var skipuð sérstök fram- kvæmdanefnd, sem falið var það verkefni, að sjá um byggingu knatt- spyrnuvallar með áhorfendastæðum og girðingu, en það er einmitt þessu verkefni, sem nefndin er að skila af sér í dag, þegar Valsdagurinn er hald- inn í 11-skipti. Frá upphafi hefur framkvæmda- nefndin verið þannig skipuð: Þóður Þorkelsson, form. Úlfar Þórðarson Jóhann Bergsteinsson Guðmundur Ásmundsson Guðmundur Kr. Guðmundss. Guðni Jónsson. Sigurður Ólafsson og Ingvi Þor- steinsson magister hafa aðstoðað nefndina vel og dyggilega í störfum hennar, en Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf. hefur séð um verk- fræðiþátt þessa mannvirkis. Síðla árs 1972 er hönnun og öðrum undirbúningi lokið, en völl- urinn er 120 x 90 m að stærð. Þá er hafist handa með sprengingar hér í brekkunni að sunnanverðu og flutn- ing á miklu magni af uppfyllingar- efni að norðvestan verðu. Á miðju ári 1975 er sáð ívöllinn ogendursáð árið eftir. Gerð hafa verið um 250 m löng holræsi í gegnum svæðið og er þar að nokkru um endurbætur að ræða. Á fyrra ári voru steypt upp áhorfendastæði fyrir um 1600 til 1700 manns og byggt upp umhverfi vallarins, svo hér ætti að vera rúm fyrir um 3000 manns. Nú í ár var svo völlurinn girtur af ásamt hluta af fé- lagssvæðinu með 780 m langri girð- ingu. Það sem gert hefur mögulegt að fjármagna þessar framkvæmdir er breytt fyrirkomulag á greiðslu fram- kvæmdastyrkja hjá Reykjavíkur- borg. Um áramótin 1973 og 1974 varð sú breyting á, að Reykjavíkur- borg greiddi sína framkvæmda- styrki 40% jafnóðum og verkinu miðaði áfram, ásamt styrkjum íþróttanefndar ríkisins fyrst 30% síðan 40%. Þessi ákvörðun Borgar- yfirvalda gerbreytti aðstöðu hinna einstöku félaga viðvíkjandi upp- byggingu íþróttaaðstöðu í borginni og ber að þakka þann aukna skyln- ing sem forráðamenn borgarinnar sýndu íþróttunum með þessari ákvörðun. Heildarkostnaður við framkvæmd- irnar er nú orðinn 54 millj. kr., styrkir 42 millj. og framlag félagsins 12 millj. Rétt er að geta þess að félagið er skuldlaust vegna framkæmdanna. Framkvæmdanefndin þakkar mjög góða fyrirgreiðslu og samvinnu íþróttafulltrúa ríkisins, íþróttafull- 17
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.