Valsblaðið - 01.05.1979, Page 20
trúa Reykjavíkurborgar, vallarstjór-
ans okkar og starfsfólki íþrótta-
vallana, einnig verktökum og öðrum,
sem unnið hafa á svæðinu á undan-
förnum árum.
Við Valsmenn fögnum hér í dag
áfangasigri í uppbyggingu félagsins
og þó svo að íþróttaaðstaðan hér að
Hlíðarenda batni með tilkomu þessa
mannvirkis, þá eru óþrjótandi verk-
efni framundan, sem bíða úrlausnar
og það er sameiginlegt verkefni allra
Valsmanna að sjá svo um, að upp-
byggingu hér að Hlíðarenda verði
haldið áfram.
Já, það er bjart framundan hjá
okkur Valsmönnum. Allt þettaunga
fólk, sem fylkir liði hér í dag undir
merkjum Vals, til að fagna sigri. Það
er ykkar að njóta þess á æfingum og í
leik, sem félagið hefur upp á að
bjóða, en minnist þess jafnframt, að
þið hafið skyldum að gegna við félag
okkar með prúðmannlegri fram-
komu og góðri umgengni.
Minnist þess að Hlíðarendi er og
verður ávallt stolt okkar Vals-
manna.
Knattspyrnuvöllur með tilheyr-
andi aðstöðu er formlega tekinn í
notkun.
Gjörið svo vel Valsmenn
18