Valsblaðið - 01.05.1979, Qupperneq 22
Boltinn er barnanna gaman,
boltinn er æskunnar þrd,
boltanum beita menn saman -
boltann í markinu sjá.
Það er tæplega í frásögur færandi, þó að tveir full-
orðnir menn gangi hlið við hlið eftir gangstétt á götu í
höfuðborginni. Klukkan er á 8. tímanum að kvöldi dags,
sólin fer lækkandi, og lognið prýðir umhverfið. Þeir
menn, sem eru þarna á ferð, ræða saman í léttri ró.
Áhyggjulítil hugaspenna þrungin þægilegri eftirvænt-
ingu genr vart við sig í vitundinni. Starfsævin er að miklu
leyti liðin, og val viðfangsefnanna er framkvæmt á frjáls-
mannlegan hátt. Þeir voru einu sinni ungir, og endurskin
æskuáranna laðar, leiðir og boðar ánægju næstu tvær
klukkustundirnar. Mennirnir eru á leið að aðalleikvang-
inum í Laugardalnum.
„Ferðafélagarnir“ sveigja at fjölfarinni leið og velja
sér gangbraut á rólegra svæði. Fljótlega birtast hand-
boltameðfarir nokkurra einstaklinga, þar sem hopp og
hí, bros og köll lyfta undir brennandi áhuga hraust-
legra drengja, þeir eru börn.
20
Leið „ferðafélaganna“ liggur næst meðfram litlum
grasvelli á vinstri hönd, þar er knattspymuæfing. Spenna
áhugans ræður þarna lögum og lofum. Hraði, kraftur og
hvatning samherjanna leggja prýði leikninnar að nokkru
til hliðar í þetta sinn, hún á að koma seinna. Markið er
mælikvarðinn í kvöld. Þangað stefna augu og hreyfingar
piltanna, þeir eru unglingar.
„Ferðafélagarnir“ ætla að fara lengra. Þeir vilja fá góð
sæti á svæði áhorfendanna. Þeir hraða sér með spurn-
inguna á vörunum: “Hvernig fer leikurinn í kvöld?“
Þessi litla frásögn er ekki aðeins svipmynd, sem brugð-
ið er upp til sýnis á smáþætti íþróttalífs í Reykjavík,
heldur er þarna um að ræða litla grein, sem grær á stór-
um, rótdjúpum stofni menningarþjóðlífs á kaldri eyju
í norðanverðu Atlandshafi. Fyrir 40 árum birtist í tíma-
riti sú staðhæfing gamals æskulýðsleiðtoga að vafasamt
væri, hvort nokkurn tíma hafi verið yndislegra að vera
ungur íslendingur heldur en á fyrsta áratug 20. aldar-
innar. Hvort sem margir eða fáir eru þessu sammála, þá
er það staðreynd, að á þessum áratug hófust á íslandi
tvær félagsmálahreyfingar, sem voru byggðar á traust-
um grunnum og eru á lífi enn í dag. Ungmennafélags-
!