Valsblaðið - 01.05.1979, Side 23

Valsblaðið - 01.05.1979, Side 23
hugsjónin kom frá Noregi og settist að á Akureyri 1906. Nokkru áður hafði sérstæðasti æskulýðsfrömuður, sem Island hefur átt, flutt til landsins frá Danmörku Kristi- legt félag ungra manna - K.F.U.M. Fáir munu hafa á takteinum viðeigandi orðaval til að lýsa áhrifum þessara félagsmálahreyfinga. Þau áhrif hafa verið rist í hugi og hjörtu þeirra ótöldu þúsunda, lífs og liðinna, sem hafa verið á einn og annan hátt þátttakendur í þjóðlífi ætt- jarðar sinnar. Einn þáttur blasir þó við glöggum augum. I skjóli þessara félagsmálahreyfinga beggja, hefur vaxið ‘þróttalíf á íslandi - ekki með skammtímaupphlaupi, heldur með varanlegum vexti i 7 - 8 áratugi. Ungmenna- félögin hafa átt leið um háfjöll og öldudali, en undir- staða hugsjónanna hefur ekki dáið. Heitstrenging Lárus- ar Rist - borin fram á ársafmæli Ungmennafélags Akur- eyrar árið 1907 - gróðursetti varanlega hrifningu, þegar jákvæð efndin varpaði frægðarljóma á andlit æsku- niannsins, sem brosti móti sumarsólinni á austurströnd Eyjafjarðar eftir sund hans þvert yfir fjörðinn. Vaxandi íþróttaþátttaka ungmennafélaganna í lífi þjóðarinnar í dag talar sínu máli. K.F.U.M. fæddi af sér ein af bestu íþróttasamtökum þjóðarinnar - Knattspyrnufélagið Val. Frjálslyndi séra Friðriks Friðrikssonar, þegar hann setti Val á stofn, mun dæmafátt. Það var líkt og hann segði uppi í Vatna- skógi: „Farið þið út að leika ykkur, drengir mínir - hoppið, sparkið, sækið, verjist, stofnið Val. Látið mig um félagsskipulagið, ég skal sjá um það án þess að gleyma veginum að hjarta Krists“. Slíkur var hinn upp- haflegi grundvöllur. Er það hann, sem er enn svo traust- ur að geta valdið hinu fjölbreytta og dugmikla lífi Vals í dag? Ég var ungmennafélagi í átthögum mínum á æskuár- um og nokkru lengur, en ég var ekki íþróttamaður. Um- hverfi mitt var fremur fámennt strjálbýli og íþróttalíf ekki mikið. Lífsbaráttan varerfiðogfrístundirtakmark- aðar. Mig langaði oft til, eins og fleiri, að gera tilraun með knattspyrnu, en framkvæmd varð þó ekki. Það var fyrst á efri árum, að ég fékk tækifæri til að komast í ahorfendasnertingu við I. deildar leikina, og þeir hafa fert mér margar ánægjustundir á fjórtán undanförnum sumrum. Það er til íslenskurmálsháttur, sem hljóðarsvo: „Stað fyrir sérhvern hlut - sérhver hlutur á sínum stað“. Gestsaugað greinir oft heimilisfyrirmyndina, sem blasir við sem vottberi þessa málsháttar. En þótt að heimilin seu traustir hlekkir í hinni stórfléttuðu keðju þjóðfélags- f’yggingarinnar, þá er einnig nauðsynlegt, að allar hinar mörgu heildir í þjóðfélagskerfinu byggist þannig að hægt sé að segja í fullri alvöru: „Stað fyrir sérhvern mann - serhver maður á sínum stað“. Ég held að vöntun á slíkri uppbyggingu sé víða að finna í þjóðlífi íslendinga - bæði hjá stjórnaraðilum, trúnaðaraðilum og á léttari sviðum. Stundum er talað um valinn mann í hverju rúmi, en skil- yrði fyrir slíkri byggingu hlýtur að vera, að hver maður hljóti þann stað, sem hann vegna hneigðar og þjálfunar Geir Sigurðsson. á best heima á. Við tölum um ósamstæða forystu í sam- eiginlegum þjóðmálameðferðum, þar sem drengskapur og hreinskilni eigi að skipa öndvegið, en olbogaskot vegna kjarakapphlaups sé orsök kröfugerðar til annara aðila um eiginn hag. Þetta allt getur staðið til bóta. En getur ekki vel uppbyggt knattspyrnulið með valinn mann í hverju rúmi og með fyrirmyndartengingu ein- staklinganna verið til eftirbreytni fyrir þá, sem daglega standa í baráttunni á erfiðari vettvangi? Þó að ég hafi notið ógleymanlegra ánægjustunda við að horfa á mörg knattspyrnulið undanfarin sumur, þá er mér ljúft að viðurkenna, að flestar þessara stunda hafa beint huga mínum að Val, leikmönnum hans og samspili, sigrum hans og ósigrum, tækifærum hans, heppni og óheppni. Ég hef aðeins haft persónuleg kynni af einum áberandi leikmanni Vals, Hermanni Gunnars- syni. Sérstaða hans og oft frábær árangur gat varla farið fram hjá athugulum áhorfendum, þótt að sigurgangan væri ekki alltaf algjör. Brennandi áhugi hans og lifandi frásagnarhæfileiki lýsir nú á seinni árum aðdáun á lík- amsmennt og hreysti landa sinna, þegar hann segir frá kappleikjum í útvarpinu. Hin bjartsýna hvatning lyftir þar undir hugarflug áheyrandans á minnisstæðan hátt. Sumarið 1978 hefur óefað verið frægðarsumar Vals. 21
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.