Valsblaðið - 01.05.1979, Side 24

Valsblaðið - 01.05.1979, Side 24
Þessi frábæri sigur - 35 stig af 36 mögulegum, gat ekki farið fram hjá neinum knattspyrnuunnanda. Þaðerekki óeðlilegt eða ómannlegt, þótt að samkeppnin geti mynd- að nokkurn fölva á aðdáun snilldarinnar. Meðal- mennskan viðurkennir oft yfirburði afburðarmennsk- unnar á takmarkaðan hátt. En það hefur átt sér stað gleðilegur atburður á liðnu sumri, sem ber vott um heil- brigða hvatningu og árangursríkan metnað. Knatt- spyrnulið I. deildar hafa verið óvenjulega jöfn. Hefur ekki velgengni Vals frá sumrinu 1978 átt þarna óbeinan þátt? Ber ekki að fagna vaxandi fullkomnun á sviði heil- brigðrar menningar? Sigurstundir Vals hafa oft veitt mér eftirvæntingar- fullar óskastundir, en ég hef líka haft gaman af óvæntum ósigrum hans. Það er sennilega ekki æskilegt frá al- mennu sjónarmiði, að þeir sömu séu alltaf á toppinum. Ég hef tilhneigingu til að geta þriggja leikja, þar sem þátttaka Vals snérist á báða vegu. Það var snemma vors fyrir nokkrum árum. Leikir í I. deilda knattspyrnu voru nýbyrjaðir. Þeir fóru fram á Melavelli. Akranesliðið og Valur voru þátttakendur. Einn af leikmönnum Vals var Bergsveinn Alfonsson. Það lágu tvær ástæður til þess, að ég veitti þessum pilti sérstaka eftirtekt. önnur ástæðan var sú, að Alfons faðir hans var vinur minn og nágranni á ungdómsárum. Við sátum hjá kvíaám á fjalli frammi. Fremur grunn berg- vatnsá skildi lönd okkar. Alfons taldi ekki eftir sér að fara úr sokkum, vaða ána og koma til fundar við mig. Við dvöldum saman hluta af mörgum dögum og tókum lífi létt. Mér fannst ég kenna ættarmót míns gamla vinar í hreyfíngum Bergsveins á knattspyrnuvellinum. Annað, sem vakti athygli mína á Bergsveini, var það, að hann virtist alltaf vera sívinnandi í leikjum og eiga oft virkan þátt í góðum tækifærum. Ég nefni eitt tækifæri í umgetn- um leik. Bergsveinn hafði náð knettinum og einlék með hann upp hægri kant. Mótherjar gerðu árangurslausa tilraun til að yfírbuga Bergsvein, en hann hélt fengnum hlut og stefndi að vallarhorni. Á miðju vallar var sam- heri Bergsveins, sem hélt í sömu átt. Sá heitir Hermann Gunnarsson. Hann hljóp ekki af sér tærnar fremur venju, en glöggt auga hlaut að greina, að maðurinn vissi hvert hann ætlaði. Bergsveinn komst í hornið sitt og beið ekki boðanna. Á einni sekúndu flaug boltinn af tám hans hátt í loft en staðnæmdist í meðalhæð - á hákolli Her- manns, sem var á sínum stað. Næsta sekúnda vildi líka standa fyrir sínu. Hún færði boltann í markið - ”Algjör- lega óverjandi fyrir markvörðinn”, eins og það er nefnt á máli knattspyrnuunnenda. Sigurður Dagsson, markvörður Vals um árabil, hlaut verðskuldaða viðurkenningu fyrir afrek sín. Margir hafa orð á, að fáir hafi verið Sigurði þarna fremri. En óheppn- in getur komið fyrir bestu menn. Það var seint á sumri fyrir nokkrum árum, að knattspyrnuleikur I. deildar fór fram á Laugardalsvelli. Valur hafði Sigurð Dagsson í marki, en ég man ekki hver mótherjinn var. Það var nokkuð liðið á leiktímann, þegar snörp regnskúr hellti sér yfir gras vallarin's, sem var rakt fyrir. Mótherjar Vals voru í sókn. Þeir voru með gest í meðförum og vildu auðsjáanlega panta gistingu. Húsráðandi hafði hugsað sér að taka vel á móti gestinum án þess að bjóða í bæinn. Framarlega á bæjarhlaði fannst honum fögnuður og fangabrögð henta best. En: „Maður líttu þér nær, liggur í götunni steinn“. Það var á sama augnabliki, að vökvað vallargrasið lagði húsráðandann flatan að vanga sér og gesturinn hafnaði óboðinn inni í stofu. í einu dagblaði borgarinnar mátti lesa eftirfarandi stöku að tveim dög- um liðnum: Þótt í markið sé hann settur sigurs til og forðist brot, þegar Siggi Dagsson dettur, dugað getur þrumuskot. Seint í sumar sá ég skemmtilegan leik, sem Valur tap- aði. Keflvíkingar komu í heimsókn og voru á „Uppleið". Steinar Jóhannsson, landsfrægur markskorari, var með í hópnum. Hann hafði oft ekki verið með í sumar en var nú kominn í „essið sitt“. Það var seint í fyrri hálfleik, að hann nýtti gott tækifæri og sendi boltann með föstu skoti í markhormð fjær með þeim krafti, að boltinn sat þar fastur þangað til mannshöndin losaði hann. Mín takmarkaða dómgreind sagði mér, að þetta væri glæsi- legasta og um leið skemmtilegasta mark, sem ég hefði séð í sumar. Samspil Vals í seinni hálfleik gaf Inga Birni Albertssyni tækifæri, sem hann nýtti til að jafna. Mér virtist Þorsteinn, markvörðurinn snjalli, ekki bera neinn fagnaðarsvip, þegar hann sótti boltann í netið að þessu sinni. En leikurinn var ekki búinn og Steinarekki farinn. Hann skoraði sigurmarkið. Boltinn bar þá með sér kveðju líka svo hljóðandi skeyti: „Þökk fyrir í dag“. Leiknum var lokið og komið haust. Ég get ekki stillt mig um að geta þess, að mér hefur alltaf fundist, að orðin íþrótt og bindindi séu nákomnir aðilar og hafi góð skilyrði til að mynda trausta hliðstæðu til velfarnaðar á þroskaskeiði menningarþjóðfélags. Ungmennafélögin hafa reynt að treysta þessa hliðstæðu, og árangurinn hefur alltaf verið nokkur, þó um hann megi deila. Ég hef lýst aðdáun á séra Friðriki Friðriks- syni og jákvæðum áhrifum hans á íslenskt þjóðlíf. Ég hef einnig löngun til að geta annars manns, sem erstarf- andi þjóðkirkjuprestur á íslandi. Hann hefur sagt mér, að seinustu orð sín til fermingarbarna sinna, þegar hann hefur lokið undirbúningi undir ferminguna, séu á þessa leið: „Taktu aldrei fyrsta staupið, reyktu aldrei fyrstu cígarettuna". Þarna felst engin fyrirskipun, þó að þannig sé til orða tekið, heldur vinsamlegt heilræði göfugs og velviljaðs leiðtoga. Ég hef löngun til að vera í hópi þeirra manna, sem telja áfengið einn af verstu óvinum mann- anna, og að besta ráðið til að verjast áleitni hans sé að forðast fyrstu kynninguna. - Heilræði prestsins segir sitt. 22
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.