Valsblaðið - 01.05.1979, Qupperneq 32

Valsblaðið - 01.05.1979, Qupperneq 32
/ „Þeirri ákvörðun verður ekki breytt“ -spjallað við Val Benediktsson, fyrrum milliríkja- dómara í handknattleik ogknattspyrnu, landliðsmann í handknattleik og leikmann með Val um árabil „Nafnið réði nú engu, þegar ég gekk í Val hér um árið“, sagði Valur Benediktsson, einn af nafntogaðri félögum Knattspyrnufélagsins Vals, þegar ég innti hann eftir því hvers vegna hann gekk yfir í raðir Vals- manna upphaflega. ,,Það sem varð til þess að ég varð Valsmaður, var fyrst og fremst bú- seta mín hér í Reykjavík, eftir að ég kom hingað 6 ára gamall austan af Fáskrúðsfirði. Ég átti heima við Nönnugötuna, og þar var mikið Valshreiður. Þar spruttu úr grasi menn eins og Sveinn Helgason og Halldór Halldórsson, eða alí Baba eins og hann var oft kallaður eftir galdrakalli, myndasöguhetju í Mogg- anum. Mér tókst um síðir að króa af Val Benediktsson, handknattleiksmann og dómara í handknattleik og knatt- spyrnu. Það hafði gengið brösulega. Valur er húsasmiður að mennt, og í þeirri starfsgrein er meira en nóg að starfa. Valur var nýkominn frá Blönduósi, og ég hringdi í hann og sagðist koma þá um kvöldið. Nönnugatan „Það var ekki fyrr en ég var orð- inn 16 ára að ég gekk í Val. Ég man að ég var að koma úr undirbúnings- tíma hjá Einari Magg. í Mennta- skólanum, rölti upp á Nönnugötu á gamalkunnar slóðir. Einhvernveg- inn átti ég alltaf rætur þar enda þótt ég væri löngu burtfluttur þaðan. Þá hitti ég félaga mína þar, þeir voru þá að fara á æfingu í Austurbæjar- barnaskólanum, handboltaæfingu. Ég þekkti þá íþróttagrein lítið, hafði 30 æft og spilað fótbolta með ÍR undir stjórn Snorra Jónssonar. Handboltinn í þá daga var nokk- uð annar en hann er í dag. Svíarnir voru rétt um þær mundir að finna upp það varnarkerfi, sem þekkist 1 dag. Ennþá var leikið maður-gegn- manni. Þetta var meira fjör, sann- kallaður darraðardans. Nú, það er af mér að segja að mér gekk bara vel að læra þessa íþrótt og var fljótlega komin í lið hjá Val. Valsmenn stát- uðu af mörgum góðum handknatt- leiksmönnum og má þar minnast á Albert Guðmundsson, Svein í Völ- undi og Sigurð Ólafsson. Hálogaland var aðalkeppnissalur borgarinnar, aflóga hermannaskáli frá stríðsárunum. Ég held ég hafi fyrst verið með meistaraflokki Vals 1948 í Hálogalandi. Að vísu þótti það gífurlegt stökk að flytja úr íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar að Hálogalandi. Trúlega svipað og þegar flutt var síðar úr Hálogalandi í Laugardalshöllina“. Skoraði fyrsta mark Islands á heima- velli. -Þú varst í fyrsta landsliðinu í handknattleik Valur? „Jú ég var í því liði. Við fórum til Svíþjóðar og Dan- merkur. Fyrst var leikið við Svía, og við töpuðum víst 15:7, síðan var leik- ið við nokkur félagslið, og loks hald- ið til Danmerkur. Við vorum ör- þreyttir og töðuðum landsleiknum með 20:6, útkeyrðir og gjörsamlega reynslulausir í öllu sem viðkom landsleikjum. Þá höfðu ekki komið hingað til lands nema tvö eða þrjú félagslið í heimsókn. Við höfðum eiginlega ekkert séð af handknatt- leik eins og hann gerðist erlendis. Það var ekki mikið gert í alþjóð- legum samskiptum á þessum árum, og kannski hafa úrslitin ytra ekki verið beinlínis hvetjandi. Á árunum frá 1950 til 1958 voru landsleikirnir þrír, ég var með í öllum þrem leikj- unum. Þriðjileikurinnvarhérheima við Finna. Hann fór fram á Mela- vellinum í stormi og strekkingi. í hálfleik var staðan 2:0 fyrir Finnana, sem léku víst aðeins með vindinn í bakið. í seinni hálfleik skoraði ég fyrsta markið okkar, og fyrsta mark ísl- ensks landsliðs í handbolta á heima- velli. Og við komumst yfir í 3:2, en Sólmundur í markinu var óheppinn að láta Finnana jafna undir lok leiksins, það var skotið úr horninu, en Sólmundur lyfti fætinum og bolt- inn skrúfaði sig inn í hornið". Valur hætti keppni 1962. „Ég var orðinn hálfgerður afi í liðinu, Beggi Guðna var held ég næstelztur, meira en tíu árum yngri en ég, tengsli mín við strákana voru minni en áður var, þó að góður andi væri í liðinu. Ég sneri mér því eingöngu að dómara- málurn". „Það vantaði menn til að dæma“. -Hvenær byrjaðir þú að dæma og hvernig voru tildrögin að því? „Það byrjaði nú eiginlega strax og ég hafði kynnst handboltanum. Til- drögin?“ spyr Valur og kímir. „Jú, það var sama ástæðan og alltaf, það vantaði menn til að dæma. Og ég lét hafa mig út í þetta. Það var nú eitt- hvað minna um að hugað væri að menntun dómaranna þá. Nú og knattspyrnudómari varð ég nokkru síðar. Ég er nú farinn að minnka þetta talsvert við mig nú orðið“. Á borðinu fyrir framan okkur sé ég reyndar forkunnarfagra silfurskál áletraða, viðurkenningu frá Knatt- spyrnudómarafélagi Reykjavíkur til Vals fyrir vel unnin störf í þágu knattspyrnunnar í 30 ár, 1949-1979. „Eiginlega get ég ekki sagt að ein- stakir leikir hafi verið öðrum minn- isstæðari“, segir Valur. „Ég er nú einu sinni svo innréttaður að ég i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.