Valsblaðið - 01.05.1979, Page 43
- Hvað finnst þér hafa
breyst frá í fyrra?
Eg er viss um að leikmenn-
irnir eru í betri æfingu núna,
það eru fleiri komnir í fremstu
röð og barátta um hvert sæti
í liðinu. Ungu mennirnir Sæv-
ar, Hálfdán og Jón hafa sýnt
mestar framfarir, en Valur
hefur líka fengið góðan liðs-
auka, sem á eftir að sýna
getu sína. Tæknilegar fram-
farir tel ég vera mestar, en þær
er erfitt að sýna fyrr en við
byrjum að spila á grasinu.
- Hvaða lið heldurðu að
verði erfiðustu keppinautar
Vals?
Eg held að Akranes verði þar
efst á blaði, en síðan koma
KR, Þróttur og Fram e.t.v.
- Viltu segja nokkur orð
að lokum um þátttöku Vals
í Evrópukeppninni?
Þessi þátttaka er mjög mikil-
vaeg. Hún gefur leikmönnum
ákveðið takmark að keppa að,
og það er gífurlega þroskandi
fyrir þá að leika við sterk lið
á erlendri grund. Einn helsti
vandinn sem fylgir þessum
,,Evrópuleikjum“ er hvað þeir
fara seint fram á haustin.
Æfingaleikir erlendis, og þá
auðvitað við sterk lið, myndu
auka reynslu leikmanna og
brúa bilið sem myndast eftir
að keppnistímabili lýkur hér.
Sigri fagnað.
Dýri Guðmundsson knalispyrnumaður Vats 1979 - leikur jafnvœgislistir.
41