Valsblaðið - 01.05.1979, Page 47
Valsmenn á ferð og flugi
Islandsmeistarar Mfl. kvenna 1978. Aflari röð frá vinstri: Auður Ólafsdóttir. Anna Kaja Þrastardóttir. Sigrún Þórarinsdóttir, Erna Lúðviks-
dóttir, Jóhann Pálsdóttir, Þóra Guðjónsdóttir, Sigrún Cora Barker, Heiena Önnudóttir, Anna Vignir, Albert Guðmundssonþjálfari. Fremri
röð: Sólveig Þórisdóllir, Bryndís Valsdóttir, Sigrún Bergmundsdóttir, Ragnheiður Vikingsdóttir, Rósa Hermannsdóttir, Hrafnhildur
Gunnarsdóttir, Karen Guðnadóltir.
Fyrsta utanferð kvennaflokks Vals í knattspyrnu
Þær flúðu af hólmi.............
Aðfaranótt sunnudags hins 19. ág-
úst var sungið af mikilli raust í rútu
einni sem þokaðist í átt til Kefla-
víkur. Hér voru á ferð hinar gal-
vösku stelpur úr M.fl. kvenna í
knattspyrnu á leið í sína fyrstu
keppnisför út fyrir landsteinana, til
Skotlands. Þegar til Glaskow var
komið tóku á móti okkur David
Moyes og Anna Eðvaldsd. og komu
þau okkur á áfangastað sem var
heimavistin Queen's Collage. Þar
var okkur komið fyrir tveim og
tveim saman í herbergjum á sitt-
úvorum hæðunum og vorum við
ekkert yfir okkur ánægðar yfir því en
við urðum að gera okkur það að
góðu og eftir að hafa komið okkur
fyrir fórum við að líta í kringum okk-
ur. Margar okkar voru að koma í
fyrsta skiptið út, svo að margt var að
sjá, t.d. var í fyrstu mikið sport að
fara í strætó en þeir voru á tveim
hæðum einnig voru leigubílarnir
hálfbroslegir, frekar gamlir Fordar
aðeins með sætum aftan í. Þá fórum
við mjög halloka í umferðinni og oft-
ar en einu sinni munaði ekki nema
hársbreidd að stóra táin færi af, því
að þarna var vinstri umferðin við
lýði. Annan daginn okkar þarna
bættist okkur liðsauki af íslending-
um, voru það 4. fl. Týs í Vestmanna-
eyjum og fór vel á með okkur, m.a.
stotnuðum við nýtt lið Valtýr!
Nokkrum dögum síðar komu svo
'tveir flokkar frá K.R. þannig að
heimavistin var hálfgerð íslendinga-
nýlenda.
Við höfum sjaldan skemmt okkur
betur en þama enda var líka allt gert
fyrir okkur, var það David Moyes
sem sá um það. Bókstaflega allt sem
okkur langaði til að gera sá hann um
að yrði gert fyrir okkur. T.a.m. fór
hann með okkur í sporthöll eina og
höfðum við aldrei séð slíkt áður.
Þama var allt sem hugann gimdi,
sundlaug, gufubað, badminton,
borðtennis, fótbolti o.fl. að ógleymd-
um barnum og matsölunni sem flest-
ir enduðu við. Einnig fór hann með
okkur á tvo leiki hjá Rangers, sá
fyrri var þegar þeir kepptu við Lille
Valsmenn á ferð og flugi
45