Valsblaðið - 01.05.1979, Page 58
Úr félagslífinu
son). Síðustu tvö ár höfum við haft
erlenda þjálfara, fyrst Rick Hocke-
nos og síðan Tim sem er aftur með
okkur í vetur“: Hvernig líkar þér við
erlendu þjláfarana?
„Báðir þessir menn eru frábærir
þjálfarar og hafa kennt okkur strák-
unum mikið i. körfu“. Er eitthvað
sérstakt sem þér finnst að hægt séað
gera fyrir félagsstarfið hjá yngri
flokkunum?
„Það þarf að koma betra skipu-
lagi á æfingaleiki þannig að við
fáum meiri verkefni, og æfingaleik-
irnir verði líkari raunverulegri
keppni. Einnig mætti koma á mynda-
kvöldum þar sem allir flokkar deild-
arinnar kæmu saman þannig að
aukin kynning yrði milli þeirra sem
stunda körfuboltann í VAL“. Ætl-
arðu að halda áfram í körfunni?
„Já auðvitað“.
Eitthvað að lokum?
„Mér finnst að það vanti hvatn-
ingarhóp til þess að styðja við bakið
á Úrvalsdeildarliðinu, einhvers
konar stuðmenn eins og í fótboltan-
um .
Óhætt er að taka undir þessi orð
Matthíasar og beina því hér með til
framámanna í körfuknattleiksdeild-
inni að slíkum „þrýstihópi“verði
komið á laggirnar hið snarasta.
Leifur Gústafsson fyrirliði 3. flokks
í Reykjavíkurmeistaraliði Vals í 3.
flokki í fyrra var stæðilegur drengur
sem heitir Leifur Gústafsson. Nú ári
seinna er pilturinn enn stæðilegri,
orðinn sextán ára gamall og fyrirliði
þriðjaflokksliðs Vals. Hvernig held-
ur þú að ykkur gangi á þessum vetri?
„Mér líst vel á veturinn, við höf-
um keppt tvo leiki og unnið báða,
annan í Reykjavíkurmótinu en hinn
í íslandsmóti. Það gengu að vísu allir
nema tveir úr liðinu í fyrra upp í
annan flokk en strákarnir sem komu
uppúr fjórða hafa reynst mjögsterk-
ir. Æskilegt væri að fá fleiri leiki í
keppni því með aukinni reynslu
kemur meiri geta“.
Tveir eldri bræður Leifs eru
körfuknattleiksmenn og byrjaði
hann að æfa með Val fyrir áhrif frá
þeim. Leifur varð íslandsmeistari í
fótbolta sl. sumar með 3. flokki Vals.
„Karfan á meiri ítök í mér og yrði
trúlega ofaná ef ég þyrfti að gera upp
á milli“. Heldur þú að unglingastarf
K K í hafi áhrif á þá unglinga sem æfa
körfubolta?
„Það er ekkert vafamál að æfinga-
búðirnar að Laugarvatni og ung-
lingalandsliðsstarfið hefur áhrif,
bæði læra þeir mikið sem valdir eru
til þátttöku og svo hvetur þessi
möguleiki aðra til betri árangurs“.
Ertu ánægður með þjálfun og að-
stöðu hjá Val?
„Já, Timermjöggóður þjálfariog
það hafa þeir verið allir sem ég hefi
verið hjá, þeir Siggi Helga, Torfi og
Rick Hockenos“.
Garðar Hilmarsson 2. flokkur
Fyrjrliði 2. flokks í körfubolta
hjá Val er Garðar Hilmarsson, 17
ára gamall (’62). Hann byrjaði að
æfa á seinna ári í Minni-bolta. Við
spurðum Garðar hvernig honum
líkaði þjálfunin hjá Val:
“Tim er mjög hæfur þjálfari og
hefur kennt okkur mikið, þeir sem
ég hef æft hjá áður eins og Rick
Hockenos, Torfi o.fl. hafa einnig
verið mjög góðir“. “Annar flokkur
er nær allur nýkominn uppúr 3.
flokki og okkur vantar meiri mann-
skap“ sagði Garðar þegar við spurð-
um um horfurnar hjá 2. flokki í vetur
“en við getum þó náð góðum leikjum
með þeim strákum sem við höfum“.
Um unglingastarf KKÍ sagði Garðar:
“Ég hef tekið þátt í sumaræfingun-
um að Laugarvatni og hafði mjög
gott af. Það er ekkert vafamál að
tilvera unglingalandsliðsins hvetur
yngri flokkana til meiri æfinga og
árangurs". Æfir þú einhverjar aðrar
íþróttir? “Ég æfi eingöngu körfu-
bolta og ætla að halda áfram, kom-
ast í úrvalsdeildarliðið“.
Sverrir Ólafsson. Fyrirliði með 2.
flokki karla.
Hvenær hófst þú að leika með Val?
Ég gekk yfir í Val úr Víkingi haustið
'15 og hef leikið með Val síðan.
Hvenœr gerðist þú fyrirliði?
Ég varð fyrirliði síðasta haust.
Hver er þinn eftirminnilegasti leikur?
Það er nú erfitt að gera upp á milli,
og man nú vel eftir þeim mörgum.
Samt held ég að leikur okkar við KR
vorið '11 í íslandsmóti 3. fl. sé mér
einna efst í huga. Þetta var úrslita-
leikur riðils okkar og nægði KR-ing-
um jafntefli í leiknum. Við byrjuðum
mjög vel og komumst í 5-1 en þá
fóru KR-ingar að saxa á forskotið.
Svo illa vildi til að tveir af okkur
höfðu sama númer og upp úr því
Þeir ungu hafa orðið
56