Valsblaðið - 01.05.1979, Page 66
Úr félagslífinu
velgengni okkar, a.m.k. ekki næstu 10-20 árin. En
minnumst þess ávallt, að vera hógværir í sigrum og
drengilegir í tapi. Þá munu andstæðingar okkar sætta
sig betur við áframhaldandi sigurgöngu Vals. Enginn
misskilji orð mín svo, að hér komi fram drambsemi.
Bjartsýni er öllum nauðsynleg og á ekkert skylt við
vanmat á andstæðingum. Ég get litið björtum augum
á framtíðina, a.m.k. nánustu framtíð. Meistaraflokkar
félagsins eru öflugir og gleymi ég þá ekki Islandsmeist-
urum okkar í kvennaknattspyrnu og hinum margfrægu
Valkyrjum í handboltanum, sem nú eru aftur að rétta
úr kútnum og vantar sennilega ekkert nema einn
bankastjóra eða svo til að ná alveg á toppinn aftur.
Ekki má heldur gleyma undirstöðunni fyrir fram-
tíðina, þ.e.a.s. yngri flokkum félagsins. Við Valsmenn
höfum verið óþægilega þunnskipaðir í yngri flokkum
undanfarin ár. Nú virðist sem yngstu flokkarnir, þ.e.
5. flokkur í knattspyrnu og handbolta séu heldur betur
að braggast. Þessir flokkar eru íslandsmeistarar nú í
dag.
Ég ræði þessi mál nú, því óneitanlega hefur það áhrif
á innviði Vals, þegar öll félögin beina metnaði sínum
til að knésetja Val. Nú er því full ástæða til að hvetja
Valsmenn til samstöðu, svo þeir megi þola góðu dagana,
enn um ókomin ár.
Ég vil að lokum segja ykkur frá þeim gleðilegu tíð-
indum, að hópur áhugamanna hyggst nú í sumar endur-
reisa skíðadeild félagsins, m.a. með því að endurbyggja
skíðaskálann. Ég vil hvetja ykkur, sem áhuga hafið
á skíðaíþróttinni, að hefja störf innan skíðadeildar
Vals. Þeir, sem áhuga hafa geta snúið sér til Bjarna
Jónssonar handboltakappa, sem er í fararbroddi þessa
áhugahóps.
Að svo mæltu bið ég ykkur að rísa úr sætum og hylla
Val með ferföldu húrrahrópi.
Reykjavíkurmeistarar Vals i 2. flokki kvenna
1979. Aftari röð frá vinstri: Brynjar Kvaran.
þjálfari, Guðrún Skúladóttir, Helga Hall-
grimsdóttir, Marin B. Jónasdóttir, Auður
Rafnsdóttir, Sigrún Bergmundsdóttir, Katrin
Sverrisdóttir, Sigrún Cora Barker, Helga
Helgadóttir og Pélur Guðmundsson þjálfari.
Fremri röð frá vinstri: Nanna Harðardótlir,
Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Erla Eliasdóttir,
Karen Guðnadóttir, fyrirliði og Ólafía Guð-
mundsdóltir.
Úr félagslífinu
64