Valsblaðið - 01.05.1979, Qupperneq 80

Valsblaðið - 01.05.1979, Qupperneq 80
i Kveðja frá Knattspyrnu- félaginu Val konar öðrum trúnaðarstörfum, m.a. fulltrúi í KRR og í ÍBR með ritstjóri Valsblaðsins um árabil o.fl. Um leið og við þökkum Gunnari Vagnssyni, vini og félaga, samstarfið og hans mikilsverða framlag til félagsmálanna í Val um áratugaskeið, kveðjum við hann sem samferðamann á vegamótum. Leiðir skilja að sinni. En þakkir okkar og vinarkveðjur fylgja Gunnari eftir um leið og hann leggur upp í síðasta áfangann, sem oss öllum er fyrirbúinn. Vér látum í ljós innilega samúð vora með konu hans og börnum og öðrum ættingjum. Gunnars verður ætíð minnst sem eins bezta sonar Vals. Björn O. Carlsson Það sem gefur ástundun hópíþrótta einna mest gildi er vafalítið félagsskapurinn sem menn lifa og hrærast í. Ánægjan af iðkun íþrótta er mikil en auk þess efla íþróttirnar félagslegan þroska einstaklingsins. Honum verður ljóst hve heildin er viðkvæm fyrir utanaðkom- andi áhrifum. Á sama hátt verður heildinni ljóst, að mikilvægi sitt á hún einstaklingnum að þakka. Þessi sannindi eru ekki öllum auðlærð. Það er því ánægjulegt að kynnast mönnum, sem náð hafa félags- legum þroska án þess að hafa „lært“ hann. Björn Carlsson var einn þeirra. Björn var kominn á fullorðinsár þegar hann kom til starfa fyrir Knattspyrnufélagið Val. Vegna framan- greindra eiginleika sinna varð frami Björns skjótur hjá félaginu. Björn var einn hinna tryggu vallargesta, sem aldrei lét sig vanta á völlinn, þegar Valur lék. Áhuginn geislaði af honum hvar sem hann fór. Glað- værðin og hressleikinn var þó það sem mesta athygli vakti í fari hans. Persónulega var mér það mikið ánægjuefni, þegar ég frétti að eldhuginn Björn Carlsson var kjörinn til trún- aðarstarfa hjá Knattspyrnudeild Vals árið 1965 og þá strax sem formaður deildarinnar. Undanfarin ár höfðu verið mögur í knattspyrnu hjá Val. Þessu undi Björn ekki. Hann boðaði til mikils ”Baráttufundar” síðla sumars 1965 og hélt þrumuræðu yfir leikmönnum félagsins. Er ekki að orðlengja það, að áhugi og eld- móður Björns smitaði út frá sér. Þá strax haustið 1965 urðu Valsmenn Bikarmeistarar og íslandsmeistarar bæði 1966 og 1967. Var mál manna að fáir hefðu átt drýgri þátt í þeim sigrum en Björn heitinn. í gamni og alvöru kölluðu félagar Björns hann „formann meistara- flokks“ og lét hann sér það vel lika. Ég er þess fullviss að þessi ár voru Birni dýrmæt og ánægjuleg og vonandi gott vegarnesti í þá baráttu, sem hann átti framundan. Björn lét af formennsku vegna vanheilsu 1967 en sat þó áfram í stjórn Knattspyrnudeildarinnar oftast sem varaformaður fram til 1971. Þá er Björn kjörinn i aðalstjórn félagsins 1972 og verður varaforðmaður. Þá átti Björn sæti í Fulltrúaráði Vals síðustu ár sín. Það má því segja, að starf Björns hafi verið mikið þann tíma, sem hann starfaði. Kraftur hans og áhugi mun seint hverfa úr minni okkar á Hlíðarenda. Ég minnist þess, er Björn hafði á orði hve leitt sér þætti að hafa komið svo seint til starfa fyrir Val. Óhætt er að fullyrða að sá áratugur sem Valur naut krafta Björns Carlssonar, skilaði Val svo miklu starfi, að félagið stendur í ævarandi þakkarskuld við Björn heitinn. Sú skuld verður seint greidd enda ekki til þess ætlast af vini mínum, Birni Carlssyni. Ég vil ekki bera á torg þær raunir sem veikindi Björns leiddu yfir hann. Sú saga geymist í minningunni og styrkir trúna á mátt mannsandans. Hvíl þú í friði, kæri Björn Carlsson. 78
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.