Valsblaðið - 01.05.1979, Side 83

Valsblaðið - 01.05.1979, Side 83
LÖG FÉLAGSINS VALSKONUR 1. grein. Félagið heitir “Valskonur“. 2. grein. &) Markmið félagsins er að efla kynningu og sam- stöðu félagskvenna. b) öll fjáröflun innan félagsins, rennur til Knatt- spyrnufélagsins Vals. 3. grein. a) Rétt til inngöngu hafa allar konur og velunnar- ar Vals. b) Það skal tekið sem úrsögn úr félaginu ef konur hafa ekki greitt félagsgjald í 2 ár. 4. grein. a) Stjórn félagsins skipa fímm konur: Formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og einn með- stjórnandi. Einnig tvær til vara. Engin kona má gegna sama embætti í stjórn lengur en 6 ár í senn. b) Dagskrá aðalfundar félagsins skal vera, sem hér segir: 1. Formaður félagsins setur fundinn. 2. Kosinn fundarstjóri. 3. Kosinn fundarritari. 4. Formaður félagsins leggur fram skýrslu stjórnar um starfsemi og fram- kvæmdir á liðnu starfsári. 5. Gjaldkeri félagsins leggur fram og út- skýrir endurskoðaða reikninga félags- ins fyrir liðið starfsár, til samþykktar. 6. Kosinn formaður. 7. Kosning 4 meðstjómenda. a) Kosning 2 kvenna úr fráfarandi stjórn. b) Kosning 2 kvenna í stjórn. 8. Kosning 2 kvenna í vara - stjórn. 9. Ákveðið félagsgjald. 10. önnur mál. 11. Fundarslit. c) Endurskoðendur skulu vera þeir sömu og Knattspyrnufélagið Valur kýs á aðalfundi sín- um. d) Formaður, með aðstoð ritara, boðar félags- fundi í umboði stjórnar, hefír umsjón með starf- semi félagsins og sér um framkvæmdir þess eftir föngum. e) Ritari heldur gerðarbók, færir í hana alla fundar- gerðir stjórnar og félagsfunda. Ritari heldur einnig skrá yfir alla félaga. 0 Gjaldkeri annast innheimtu félagsgjalda og annarra gjalda félagsins og greiðir reikninga sem samþykktir eru. Gjaldkeri hefur á hendi allt reikningshald. Sjóði félagsins skal geyma á vöxtum. Stjórnin ber sameiginlega ábyrgð á sjóðum félagsins. g) Stjórnarfundir hafa ákvörðunarrétt, ef minnst 4 meðlimir stjórnarinnar eru mættir. Ef atkvæði eru jöfn, ræður hlutkesti. Stjórninni skal heim- ilt að leita aðstoðar allra félagskvenna. b) Stjórnarfundur skal haldinn, þegar formaður eða minnst 3 meðlimir stjórnarinnar óska þess. 5. grein. a) Reglulegir fundir félagsins skulu haidnir í 1. viku hvers mánaðar. b) Aðalfundur félagsins skal haldinn í mars ár hvert. c) Fjárvcitingar úr félagssjóði skulu veittar á al- mennum félagsfundi. d) Á fundum ræður afl atkvæða. Ef atkvæði eru jöfn, sker hlutkesti úr. e) Aðalfundur er lögmætur, ef löglega er til hans boðað, þ.e. með viku fyrirvara. 1 6. grein. Ef félagið hættir störfum skulu sjóðir og eignir félagsins renna til Knattspyrnufélagsins Vals. 7. grein. Lögum félagsins má aðeins breyta á aðalfundi og þá með samþykkt 2A hluta atkvæða. 8. grein. Lög þessi öðlast þegar gildi. Reykjavík 2. mars 1977. Skýrsla Knattspyrnudeildar Vals starfsárið 1976. Á liðnu starfsári ber hæst glæsileg frammi- staða meistarafíokks j fslandsmóti og bikarkeppni K.S.Í. Eftir 9 ára langþráða bið eftir fslands- nieistaratitli varð Valur fslandsmeistari 1976 og bikarmeistaratitillinn, sem síðast vannst 1974, var nú endurheimtur. Þessi tvöfaldi sigur er án efa einn glæsilegasti íþróttasigur félags í flokkaíþrótt hér á landi, en síðastliðin 14 ár hefur ekki sama félagið sigrað bæði í fslandsmóti og bikarkeppni. Þá ber að minnast glæsilegrar frammistöðu 2. fl. A, á liðnu sumri. Liðið varð Reykjavíkur- og fslandsmeistari. Lék 18 leiki og tapaði aðeins einum leik á sumrinu, þ.e. síðasta leik í haustmóti á móti Þrótti með einu marki gegn engu. Þessi góða frammistaða 2. flokks A. gefur Valsmönnum vissu- lega ástæðu til bjarstsýni. Eftirtaldir sigrar unnust í knattspyrnumótum á árinu 1976: M.fl. fslandsmót og bikarkeppni K.S.f. 1. fl. miðsumarsmót. 2. fl. A. Reykjavíkurmót og fslandsmót. 3. fl. B. Reykjavíkurmót. 4. fl. B. Reykjavíkurmót. Innanhúsknattspyrna: M.fl. Reykjavíkurmót og íslandsmót. 2. fl. Reykjavfkurmót. Meistaraflokkur, vígslumót íþróttahúss Akra- ness. Leikmenn Vals færðu því félaginu á síðasta starfsári 11 verðlaunabikara. Starfsárið 1976 markar einnig tímamót í sögu deildarinnar hvað fjármál varðar. Á árinu var ráðist í þau stórræði að kaupa tvær íbúðir. Annars vegar er um að ræða íbúð á jarðhæð í húsi númer 10 við Háaleitisbraut og hins vegar 2ja herbergja íbúð á fyrstu hæð hússins númer 53 við Hagamel. Saman- lagt kaupverð þessara tveggja íbúða er 10,4 milljónir króna. Stjórn knattspyrnudeildar. Stjórn sú, sem nú skilar af sér störfum, var kosin á aðalfundi deildarinnar 17. mars 1976. For- maður var kjörinn Pétur Sveinbjarnarson, vara- formaður örn Sigurðsson, gjaldkeri Gísli Þ. Sigurðsson, ritari Sigurður Marelsson, og með- stjórnendur Grímur Sæmundsen, Halldór Skafta- son, Ingvar Elísson, Jakob Jónsson og Pétur Jónsson. f varastjórn voru kjörnir: Björgvin Her- mannsson, Hrafn Bachmann og Snorri Guðmunds- son. örn Sigurðsson hætti í stjórninni og Ingvar Elísson hætti einnig um tíma, báðir vegna atvinnu utanbæjar og tóku við störfum þeirra Björgvin Hermannsson og Hrafn Bachmann. Pétur Jónsson gegndi starfí varaformanns. Fulltrúar Vals í stjórn Knattspyrnuráðs Reykja- víkur voru: aðalfulltrúi: Elfas Hergeirsson og varafulltrúi Róbert Jónsson. Á aðalfundi knattspyrnuráðsins í nóvember 1976 var Elías Hergeirsson endurskipaður en Róbert Jónsson lét af starfí varamanns og í hans stað var skipaður Magnús ólafsson. Eru þeim Elíasi og Róbert færðar bestu þakkir fyrir mjög góð störf og gott samstarf við stjórnarmenn knattspyrnu- deildar. Þjálfun og œfingar. Þjálfarar 1976 voru: Meistara- og l.fl. 2. flokkur .... 3. flokkur .... 4. flokkur .... 5. flokkur .... 6. flokkur .... Dr. Youri Ilitchev Þórhallur Stígsson Jóhann Larsen Helgi Loftsson Ingi Björn Albertsson og um tíma ásamt honum Mile Atli Eðvaldsson og Magnús Bergs Það nýmæli var tekið upp á árinu, að stofna 6. flokk. Aðsókn var mjög góð og áhugi mikill. Það kann að vera umdeilanlegt að stofna 6. flokk og aðgreina þessa drengi frá 5. flokki. Þarsem nokkur önnur knattspyrnufélög í Reykjavík hafa tekið þennan hátt upp, þá þykir ekki stætt á öðru en Valur geri það einnig. Hins vegar skortir veru- lega verkefni fyrir þessa yngstu félagsmenn þó svo að þeir hafí fengið að leika nokkra æfíngaleiki. Kemur til athugunar að skipuleggja fleiri æfínga- leiki milli félaga. Ferðalög erlendis. í lok ágúst fór 3. flokkur félagsins til Færeyja í boði Götu-íþróttafélags. Þátttakendur voru 16 leik- menn auk þjálfarans Jóhanns Larsens og Guð- mundar Þ. Frímannssonar fararstjóra. Leiknir voru 3 leikir: Valur - Gl, 4-2 Valur - Klakksvik, 2-2 Valur - Fuglafjord, 5-1. í byrjun september fór 2. flokkur til Færeyja í boði Klakksvikur fþróttafélags. Þátttakendur voru 14 leikmenn auk Þórhalls Stígssonar þjálfara og Björgvins Hermannssonar, fararstjóra. Leiknir voru 4 leikir: Valur - Klakksvík, 1-3 Valur - Götu, 3-0 Valur - Klakksvik, 6-2 Valur - HB Thorshavn, 3-3. Eins og ætíð þegar Valsmenn eru á ferð í Fær- eyjum fengu þeir höfðinglegar móttökur hjá hinum gestrisnu frændum okkar. Móttökur erlendra liða. Tvö erlend unglingalið heimsóttu Knattspyrnu- deild Vals á liðnu sumri og gistu í félagsheimilinu að Hlíðarenda. Það fyrra var danskt lið frá Glad- saxe Boldklub. í förinni voru 20 drengir ásxmt þjálfara og fararstjóra. Dönsku drengirnir léku tvo leiki í Reykjavfk en héldu sfðan til Vestmanna- eyja, þar sem þeir voru gestir Þórs. Úrslit leikjanna voru þessi: Valur - Gladsaxc, 6-2 Breiðablik - Gladsaxe, 6-1. 81
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.