Valsblaðið - 01.05.1979, Page 86
Bikarkeppni H.S.Í 1976
A. Meistaraflokkur karla B. Meistarflokkur kvenna
l.umf. Valur - Þór 14-9
1. umf. Valur sat yfir 2.umf. Valur - F.H. 10-11
2. umf. Valur - Haukar 20-17
3.umf. Valur - Fylkir 24-16
4.umf. Valur - Víkingur 26-23
5.umf.úrslit Valur - F.H. 17-19
Hér að framan hefur verið getið þess helsta í störf-
um deildarinnar frá nóv. 1975 - til dagsins í dag.
Er það álit stjórnarinnar að síðasti vetur hafi bor-
ið þess vitni að hægt er að ná upp mun betri félags-
legri samstöðu en áður hefur verið, og um leið gert
hinn almenna félagsmann virkari.
Að lokum þakkar stjórnin öllum aðilum sam-
starfíð.
Heildarárangur Handknattleiksflokka
Vals i mótum 1975 - 1976.
Mót u.mót L u J T Mörk Stig %
M.n.k. 4 0 27 19 1 7 548-450 39 72.2
M.n.kv. 4 2 25 20 0 5 354-209 40 80
í.n.k. 2 1 13 1 1 0 2 198-143 22 84.6
í.n.kv. 2 1 3 2 0 1 14-14 4 66.7
2.n.k. 3 0 14 3 3 8 133-185 9 32.1
2,n.kv. 3 2 22 19 3 0 198-87 41 93.2
3.n.k. 2 0 13 6 0 7 113-121 12 46.2
3.n.kv. 2 0 12 6 2 4 68-41 14 58.3
4.n.k. 2 0 8 3 1 4 66-65 7 43.8
5.n.k. 2 0 8 4 0 4 50-53 8 50
Allir n. 26 6 145 93 10 42 1742-1367 196 67.6
I) Reiknuð eru 2 stig fyrir sigur í bikarkeppni.
Skýrsla
Körfuknattleiksdeildar
Vals frá
7.11.1975 - 1.5.1977.
Á aðalfundi körfuknattleiksdeildarinnar í nóv. 1975
var Sigurður Þórarinsson kosinn formaður deildar-
innar. Aðrir menn sem í stjórn voru kosnir skiptu
með sér verkum sem hér segir:
Ríkharður Hrafnkelsson, gjaldkeri.
Þórir Magnússon, ritari.
Torfi Magnússon, varaform.
Guðmundur Þorsteinsson, meðstjórnandi.
Til vara:
Hafsteinn Hafsteinsson.
Helgi Gústafsson.
Þröstur Guðmundsson.
Eins og oft áður var það stærsta mál stjórnarinnar
að fást við fjármálin. Það verður að segjast eins og
er, að lengi framan af gengu fjáraflanir heldur stirð-
lega, t.d. lagðist sala getraunaseðla niður haustið
1975 þar eð sýnt þótti, að þeir voru ekki lengur sú
tekjulind sem í upphafi var gert ráð fyrir. Deildin
tók sem og aðrir þátt í sölu happdrættismiða K.K.f.
og skiluðu þeir þó nokkrum tekjum, og áttu yngstu
félagarnir þar stóran hlut að máli. Á síðasta Vals-
degi sá deildin í fyrsta sinn um sölutjald, sem skilaði
góðum skildingi til deildarinnar. Leikmenn meist-
araflokks og 2. fl. stóðu fyrir þessu sölutjaldi.
Síðast liðið haust var ákveðið í samráði við Í.R.
og f.S. að gefa út auglýsingabækling, en þessi fjár-
öflunarleið er nýjung innan deildarinnar, gafst þetta
vonum framar og skilaði til deildarinnar um 200.000
kr. Hlýtur það að verða hvatning til leikmanna og
stjórnarmanna til að reyna slíkt aftur og þá á stærra
grundvelli.
Þess má einngi geta að Valur var með heimaleiki í
Kennaraskólanum ásamt fyrrnefndum liðum á síð-
asta vetri og slapp liðið slétt út úr þeim leikjum fjár-
hagslega. Lárus Hólm var í heimaleikjanefnd og sá
hann einnig um útgáfu leikjaskrár. Stóð hann sig
með mikilli prýði og færir stjórnin honum bestu
þakkir.
Hér að framan hefur verið getið helstu fjáröfl-
unarleiða deildarinnar, en í framhaldi af því er skylt
að taka fram og þakka gjöf sem deildinni barst nú
seinni part vetrar, en það voru búningar á IV flokks
og minniboltastrákana frá Sigurði Helgasyni, og er
honum þakkað hér með fyrir höfðinglega gjöf. Þjálf-
ari meistaraflokks og 2. flokks veturinn 1975-1976
var Guðmundur Þorsteinsson. Sá hann einnig ásamt
Ríkharði Hrafnkelss. um minniboltann, aðrir þjálf-
arar voru: Torfi Magnússon og Þröstur Guðmunds-
son. Kann deildin þeim öllum bestu þakkir fyrir vel
unnin störf.
Seinni part sumars 1976 stóð deildin í bréfaskipt-
um við erlendan þjálfara, en það mál fékk skjótan
endi vegna of mikils kostnaðar.
Um haustið 1976 bættust tveir Hólmarar í félagið.
Voru það þeir Lárus Svanlaugsson og Kristján
Ágústsson, og reyndust þeir sem aðrir góðir félagar
og liðsmenn.
Þjálfarar hjá deildinni síðasta vetur voru Helgi
Jóhannsson með meistaraflokk, l.fl. og II.fi. Helgi
Gústafsson og Þorvaldur Kröyer með III.fi. Torfi
Magnússon með IV.fi. og Ríkharður Hrafnkelsson
með minniboltann.
Stjórnin færir þeim öllum bestu þakkir fyrir störf
þeirra.
Tvær keppnisferðir voru farnar á vegum deildar-
innar í vetur. önnur var ferð yngstu drengjanna upp
á Akranes. Um þá ferð sáu Torfi Magnússon, Helgi
Gústafsson og Þorvaldur Kröyer. Hin ferðin var
ferð meistaraflokks til Akureyrar, þar sem att var
kappi við Þór í Bikarkeppni K.K.f. Þótti sú ferð tak-
ast vel. Auk þess að bera sigur úr bítum höfðu menn
af þessu hina mestu skemmtun. Fararstjóri í ferð-
inni var Sigurður Þórarinsson.
Með landsliðinu og öðrum úrvalsliðum á vegum
K.K.Í. æfðu og léku eftirtaldir menn:
Torfi Magnússon
Ríkharður Hrafnkelsson
Þórir Magnússon
Kristján Ágústsson
Helgi Gústafsson
Þorvaldur Kröyer
Gústaf Gústafsson
Úrslit í íslandsmótinu
1. deild.
Meistaraflokkur.
Valur - Í.R. . 68-78 77-92
Valur - UMFN .... 53-74 60-105
Valur - K.R. 88-100 63-75
Valur - Ármann ... 71-81 86-84
Valur - Í.S. . 81-97 85-89
Valur - Fram 74 61 67-75
Valur - U.B.K .... 94-57 103-67
Valur lenti í 6. sæti.
Bikarkeppni K.K.l.
2.umferð Valur - Þór 79-56
3.umferð Valur - Snæfell 107-66
4.umferð Valur K.R. 71-77
Skýrsla
Badmintondeildar
Vals 1975 - 1976
Stjórn sú, sem kjörin var á síðasta aðalfundi skipti
þannig með sér verkum:
Gísli Guðmundsson
Ragnar Ragnarsson
Hrólfur Jónsson
Helgi Benediktsson
Bjarnheiður ívarsdóttir
formaður
v/formaður
gjaldkeri
ritari
meðstjórnandi
Varastjórn:
Ágúst Sigurðsson
Gylfi Óskarsson
Ása Gunnarsdóttir
Starfið:
Starfið hefur verið heldur lítið sem af er, því lítið
er gert í badminton yfir sumarmánuðina, sem er
daufasti tími badmintonmanna. Ekki var hægt að
halda innanfélagsmót, bæði var það vegna áhuga-
leysis hjá badmintonspilurum innan deildarinnarog
einnig það að stjórnin dreif það ekki áfram. Nú er
ætlunin að gera á þessu bragabót og halda innan-
félagsmót í desember.
Tímaleysi hefur hrjáð deildina allt frá því að hún
var stofnuð, en nú varð breyting á, og fékk deildin
15 velli í nýja TBR húsinu og 8 velli í Laugardals-
höll. Ekki hefur tekist að leigja alla tímana út í
Laugardalshöllinni, en þeir verða bráðlega leigðir
út. Tímafjölgunina má rekja til að TBR húsið hefur
verið tekið í notkun og því framboðið á tímum auk-
ist um meira en helming, svo nú virðist vera um ein-
hver tímamótaskipti að ræða. Tímarnir sem deildin
hefur inn í TBR húsi eru fyrst og fremst leigðir til
keppnismanna okkar og eru þar haldnar samæfing-
ar, þar sem bestu spilarar sém deildin hefur, koma
saman og keppa. Mjög góð mæting hefur verið í
þessa tíma og er stefnt að því að ná langt í næstu
liðakeppni BSÍ.
Deildin réð Sigurð Haraldsson aftur til að þjálfa
unglingana og væntir deildin mikils af honum í
framtíðinni.
Opinber mót hafa ekki verið mörg, en eitt ung-
lingamót var haldið á Akranesi. Þar varð Gunnar
Jónatansson sigurvegari í einliðaleik og tvíliðaleik í
84