Valsblaðið - 01.05.1979, Síða 89
Árangur flokkanna 1977
Lið Mót Unnin L u J T Mörk Stig %
M. flokkur ... 4 2 31 21 i 3 66-25 49 79,0
I. flokkur .... 3 1 16 10 3 3 39-20 23 71,9
II. flokkur A . 3 0 17 10 5 2 34-12 25 73,5
II. flokkur B .. 2 1 5 3 0 2 10-11 6 60,0
III. flokkur A . 3 0 17 9 3 5 46-18 21 61,8
111. Ilokkur B . I 0 3 1 0 2 6-10 2 33,3
IV. flokkur A . 3 0 18 9 4 5 39-12 22 61,1
IV. flokkur B . 2 0 10 6 2 2 31-19 14 70,0
V. flokkur A . 3 0 25 16 6 3 70-22 38 76,0
V. flokkur B .. 2 I 12 8 2 2 32-9 19 75.0
V. flokkurC .. 2 0 10 7 0 3 20-8 14 70,0
Kvennaflokkur 2 0 10 6 2 2 28-6 14 70,0
30 5 174 106 34 34 421-180 246 70,7
Meistara- og I. flokkur 76,6% IV. flokkur ........... 64,3%
II. flokkur............ 70.5% V. flokkur ............ 74,5%
III. flokkur .......... 57,5% Kvennaflokkur........ 70,0%
Leikjafjöldi í Meislaraflokki 1977
1977 Samt.
1. Bergsveinn Alfonsson 28 313
2. Sigurður Dagsson 25 269
3. Hermann Gunnarsson 4 254
4. Ingi Björn Albertsson 32 178
5. Alexander Jóhannesson ... 5 168
6. Halldór Einarsson 5 141
7. Hörður Hilmarsson 30 130
8. Vilhjálmur Kjartansson .... 2 113
9. Dýri Guðmundsson 32 112
10. Atli Eðvaldsson 34 104
11. Grímur Sæmundsson 24 104
12. Magnús Bergs 31 85
13. Albert Guðmundsson 33 84
14. Guðmundur Þorbjörnsson . 28 77
15. Guðmundur Kjartansson .. 30 33
16. óttar Sveinsson 21 30
17. Kristján Ásgeirsson 16 29
18. Ólafur Magnússon 12 19
19. Jón Einarsson 15 15
20. Magni Pétursson 12 14
21. Úlfar Másson 5 9
22. Úlfar Hróarsson 1 3
Með landsliðinu léku:
Sigurður Dagsson, Ingi Björn Albertsson, Hörð-
ur Hilmarsson, Atli Eðvaldsson, Guðmundur I»or-
björnsson og Albert Guðmundsson.
Með unglingalandsliðinu 17-18 ára léku:
Guðmundur Kjartansson, Úlfar Hróarsson og
Jón Einarsson.
Ritari ...............lón Gunnar Zoega
Bréfritari .......... Jón H. Karlsson
Meðstjórnendur ... Jón Pétur Jónsson
Gísli Arnar Gunnarsson
Sigurbjörg Pétursdóttir
Fulltrúi Vals í stjórn H.K.R.R. var Jón Leví
Hilmarsson og til vara örn Höskuldsson og Þórður
Sigurðsson.
Stjórnin hélt 16 bókaða fundi á starfstímabilinu
en illa var mætt á fundina og varð reyndin sú að
starfið lenti aðallega á þremur mönnum innan
stjórnarinnar en þessir menn hittust oftast er leikir
voru í höllinni og var þá fundað eftir leikina og eins
á meðan á þeim stóð. Verður að segja hverja sögu
eins er en þessir stjórnarmenn kusu að hafa þennan
háttinn á heldur en að bæta fundarsetum við þann
mikla tíma sem fór í starfið. Verður nú vikið að því
hverju fráfarandi stjórn kom í verk.
Þjálfarar.
Gengið hafði verið frá ráðningu þjálfara að mestu
er stjórnin tók við og voru þjálfarar sem hér segir:
M.fl. og I. fl. karla Hilmar Björnsson
M.fl. og 1. fl. kvennaBjarni Jónsson
2. fl. karla .....Kristmann óskarsson
2. fl. kvenna ....Gísli Arnar Gunnarsson
3. fl. karla .....Sverrir ögmundsson
3. fl. kvenna ....Jóhann Jóel, Pétur Guð-
mundsson, Anna Eðvalds-
dóttir
4. fl. karla .....Karl Jónsson og Björn
Björnsson
5. fl. karla .....Hjörtur Þorgilsson
Skýrsla
Handknattleiksdeildar
1976 - 1977
Stjórn sú sem kosin var á 18. aðalfundi dcildar-
innar hinn Il.september 1976 skipti þannig meðsér
verkum:
Formaður ........ örn Höskuldsson
Varaformaður .... Þórður Sigurðsson
Gjaldkeri ....... örn Jónsson
Stjórnin vill þakka öllum ofangreindum þjálf-
urum fyrir þeirra störf í þágu félagsins.
Nú hefur verið gengið að nokkru frá ráðningu
þjálfara fyrir næsta tímabil. Gunnsteinn Skúla-
son og Þórarinn Eyþórsson ætla að þjálfa meistara-
flokk karla og er sérstök ástæða til þess að bjóða
Gunnstein velkominn í hóp þjálfara og ekki síður
ástæða til þess að fagna Þórarni sem nú tekur til
óspilltra málanna að nýju hjá Val eftir nokkurt hlé.
Jón H. Karlsson og Stefán Gunnarsson hafa tekið
að sér 5. fl. karla og Björg Guðmundsdóttir og Pétur
Guðmundsson 3. fl. kvenna. Ekki hefur er þessi orð
eru rituð verið gengið frá ráðningum fleiri þjálfara
en viðræður hafa farið fram og erum við vongóðir
um að í vetur munum við hafa á aðskipa einvala liði
þjálfara fyrir yngri flokkana og væntum við mikils
árangurs af starfi þeirra.
Evrópukeppni.
Eitt fyrsta verkefni stjórnarinnar var að semja við
andstæðinga okkar í Evrópukeppni bikarmeistara.
Valur dróst á móti Red Boys frá Differdange í
Luxemburg. Samkomulag varð um að leika báða
leikina hér heima í sparnaðarskyni og var svo gert.
Vann Valur báða leikina með talsverðum yfir-
burðum, fyrri leikinn með 25 gegn 11 en síðari
leikinn með 29 gegn 12. Þrátt fyrir alla sparnaðar-
viðleitni og auglýsingar og blaðaskrif varð mikill
halli á heimsókn þessari svo sem reikningar bera
með sér. Næst dróst Valur á móti Mai frá Moskvu.
Sovéska liðið kom hingað til þess að leika fyrri
leikinn og hafði innan sinna raða nokkur af skær-
ustu nöfnunum í handknattleiknum svo sem Maksi-
mov og Klimov. Flestir bjuggust því við mikilli
flengingu. En það fór á annan veg. Leikurinn varð
mjög skemmtilegur og spennandi og lauk honum
með sigri Mai sem skoraði 20 mörk gegn 19 mörkum
Vals. Hefði sigurinn allt eins getað lent hjá Val.
Var leikur þessi af mörgum talinn besti leikur vetrar-
ins í Laugardalshöllinni. í Moskvu varsvo leikið 15.
desember og vann þá Mai með 26 gegn 15.
Fyrir báðar þessar heimsóknir voru settar upp
nefndir til þess að sjá um móttökur fyrir hina er-
lendu gesti. Var reyndar sama nefndin í bæði skiptin
og var kölluð „pípuhattanefnd". í nefndinni voru
Ægir Ferdínandsson, Jón Snæbjörnsson, Jón
Kristjánsson og Þórarinn Eyþórsson. Eru nefndar-
mönnum færðar hér með þakkir fyrir störf þeirra.
Félagslif.
Við teljum að félagslíf hafi liðið nokkuð fyrir
annir stjórnarmanna en þó voru flokkar sem
björguðu sér sjálflr. 3. fl. kvenna sýndi mikinn
félagsþroska og unnu stúlkurnar sleitulaust allan
veturinn að fjáröflun til utanlandsferðar. Þær héldu
diskótek, seldu happdrættismiða, höfðu sölutjald
17. júní og gerðu ýmislegt annað til íjáröflunar.
Stoð þeirra og stytta var Pétur Guðmundsson og
er langt síðan annan eins félagsstarfsfork hefur
rekið á okkur fjörur. Eru Pétri sérstaklega þökkuð
störf hans að málefnum 3. fl. kvenna. En þó
ánægjuefni væri að sjá hinn mikla félagsanda og
samstöðu hjá stúlkunum var ekki minna ánægjuefni
hvað foreldrar þeirra voru áhugasamir. Haldnir
voru nokkrir fundir með foreldrunum og voru þeir
vel sóttir. Foreldrarnir héldu kökubasar fyrir
stúlkurnar og heppnaðist hann vel. Væri vissulega
íhugunarvert að reyna að vekja foreldra „Vals-
unganna" almcnnt betur til þess að fylgjast með
börnum sínum í leik og styðja þau í félagsstarfi.
Á árshátíð félagsins voru eftirtöldum veittar
viðurkenningar sem hér segir:
Gunnsteinn Skúlason .... 300 leiki
Jón B. ólafsson 300
Stefán Gunnarsson 200
Gísli Blöndal 100
Inga Birgisdóttir 100
Harpa Guðmundsdóttir .. 100
Sigurbjörg Pétursdóttir .. 100
Þá var Þórarni Eyþórssyni veitt sérstök viður-
kenning fyrir langt og heilladrjúgt starf fyrir
deildina á undanförnum árum.
Ferðlalög.
3. fl. kvenna fór til Randers í Danmörku í sumar
og tók þátt í miklu móti og stóðu sig með mikilli
prýði eins og þeirra var von og vísa. Fararstjórar
voru Björg Guðmundsdóttir og Pétur Guðmunds-
son, en Þórður Sigurðsson sá um undirbúning ferð-
arinnar af hálfu stjórnarinnar.
87