Valsblaðið - 01.05.1979, Side 92

Valsblaðið - 01.05.1979, Side 92
i Fjárhagur aðalsíjórnar. Á síðasta aðalfundi vakti fráfarandi stjórn athygli félagsmanna á hinni gífulega erfíðu fjárhagsstöðu aðalstjórnar og taldi þá að ekki yrði lengur við unað, þar eð hið alvarlega fjársvelti leiðir af sér mjög alvar- lega stöðnun á margvíslegum framkvæmdum sem inna þarf af hendi. Þarf ekki að orðlengja það að á þessum hefur ekki orðið nein breyting þar eð sú ákvörðun stjórnarinnar að notfæra sér heimild í lög- um félagsins að innheimta 10% af félagsgjöldum deildanna mætti slíkri mótspyrnu að stjórnin treysti sér ekki til að beita valdi og framkvæma þessa inn- heimtu. Fyrir bragðið hafa eins og fyrr segir fjölda mörg verkefni setið á hakanum til mikils tjóns fyrir félagið. Ef aðstaða félagsins hér á Hlíðarenda á eftir að drabbast svona niður ár eftir ár félagsmönnum öllum til vansæmdar væri betra ef félagsmenn tækju nú höndum saman til þess að bæta úr þessu vand- sæmdarástandi. Þau atriði sem minnst var á í síðustu ársskýrslu eru enn í gildi og sakar ekki að rifja þau enn frekar upp: 1. Bætt aðstaða á skrifstofu félagsins. 2. Viðhald og viðgerðir á íþróttahúsi og félags- heimilinu, áhaldageymslu og kaup á áhalda- skúr í stað geymslunar. Ráðinn nýr húsvörður og framkvœmdastjóri. í júlí á s.l. ári barst stjórninni bréf frá Lofti Magnússyni, húsverði þar sem hann baðst undan frekari störfum sem húsvörður við íþróttahúsið og jafnhliða kom samskonar ósk frá Sigurði Ólafssyni sem taldi sig ekki lengur hafa aðstæður til að sinna húsvörslu frekar og sömu sögu var að segja um Guð- mund Ingimundarson, en allir þessir menn hafa rækt þetta starf sameiginlega undanfarin ár fyrir sáralitla þóknun og oft enga og sýnt með því ó- mælda fórnfýsi og ræktarsemi í garð félagsins sem vert væri að meta. Sérstakan heiður ber þó Sigurður Ólafsson sem hefur frá upphafí hugsað um þetta hús í stóru og smáu og mætti þess vegna reisa honum veglega styttu í heiðursskyni eða hvaðeina sem fél- agsmönnum gæti gert til þess að þakka Sigurði þetta framlag hans til félagsins. Á fundi stjórnarinnar 31. ágúst í fyrra var ráðinn í stað þessara heiðurs- manna nýr húsvörður, Guðmundur Sigurðsson. Var þannig frá ráðningu gengið að hann tæki jafnframt að sér viðgerðir og viðhald á íþróttahúsinu sem svaraði 10 tíma á viku. Kom fljótlega í Ijós að þarna hafði rekið mikinn hvalreka á fjörur Vals, því að hinn nýji húsvörður, sem hefur þetta fyrir sitt aðal- starf hefur skilað drjúgum árangri og hefur á þessum tíma komið mörgu í verk í húsinu sem setið hefur á hakanum lengi. Er ómetanlegt að hafa slíkan hús- vörð sem Guðmund, en hann er jafnhagur á tré sem járn, pípur og rafmagn auk þess sem hann hefur bætt um umgengnisvenjur í húsinu og aga í fjárreið- um búðarinnar. Framk vœmdanefnd. Á síðastliðnu starfsári skipuðu eftirtaldir aðilar framkvæmdanefnd félagsins. Þórður Þorkelsson form. Úlfar Þórðarson Jóhannes Bergsteinsson Guðmundur Ásmundsson Guðmundur Kr. Guðmundsson Guðni Jónsson. Félagsheimilið. Hinn nýji húsvörður gerði úttekt á félagsheimil- inu til þess að athuga hvað þyrfti að gera við þetta gamla hús til þess að fullnægjandi væri og var það langur listi sem hann taldi upp. M.a. taldi hann að gólfíð væri ónýtt og þyrfti að endurnýja það. Raf- magn, eldhús, salerni og hurðir þarf allt endurnýj- unar og mikilla lagfæringa við. Var húsvörðurinn reiðubúinn að lagfæra þessa hluti ef fjármagn væri 90 fyrir hendi og áhugi fyrir að gera þetta. Þrátt fyrir ýmsar hugmyndir um byggingu nýs íþróttahúss og þá í leiðinni bætt félagsaðstaða er fyrirsjáanleg þörf fyrir þetta litla en vinalega félagsheimili í náinni framtíð og því full ástæða til að huga betur að við- haldi þess. Eins og í fyrra sáu Valskonur um húsið eins og þeim var frekast unnt, en þau hjón Aníta og Bjarni Jónsson hafa sem fyrr annast daglegan rekstur þess. Gamla íbúðarhúsið. Á undanförnum árum hafa ekki orðið miklar um- ræður um gamla íbúðarhúsið sem þau hjón Aníta og Bjarni hafa búið í, en ástæðulaust er að leiða það alveg hjá sér. Þetta hús er nú orðið svo gamalt og slitið að það má heita ónýtt og afrek hjá þeim hjón- um að geta búið þarna áfram. í vetur kom gífurlegur leki fram í húsinu og varð Guðmundur húsvörður að koma til hjálpar og gerði þar við húsið og kostaði það einhver fjárútlát. Það hefur verið talinn kostur að á svæðinu væru einhverjir íbúar til þess að vakta svæðið en hér væri að sjálfsögðu hægt að vinna skemmdarverk í skjóli nætur. Hinsvegar hafa komið upp hugmyndir um að jafna þetta gamla hús við jörð og reisa þarna frekar einhver önnur húsakynni, svo sem Sauna - bað með tilheyrandi. Félagssvœðið. Varðandi vallarframkvæmdir vísast til skýrslu frá formanni framkvæmdanefndar, Þórði Þorkelssyni, en hann ásamt nefndarmönnum sínum hafa svo sannarlega ekki setið auðum höndum að undan- förnu frekar en endranær. Aðalstjórn samþykkti til- lögur framkvæmdanefndar um að ráðast í að reisa girðingu umhverfis íþróttasvæðið, sem hefur þann tvíþætta tilgang að loka svæðið af meira og fyrir- byggja óæskilega umferð um svæðið og hinsvegar loka nýja grasvöllinn. Félagið stendur nefnilega á þeim tímamótum núna að geta farið að spila sína leiki í 1. deild á heimavelli viðfullkomnar aðstæður. Til þess að takast á við þetta mikla verkefni þurfa félagsmenn að vinna vel saman og skipulega, án sundurlyndis. Nauðsynlegt er að aðalstjórn félags- ins fái styrk allra deilda til að vinna þetta verk,sér- staklega frá knattspyrnudeild félagsins. Allir sem einn verða að takast á við þetta verkefni til heilla fyrir félagið, því það fer ekki milli mála hversu gífur- leg lyftistöng það gæti orðið félaginu ef hér gæti orðið “ekta heimavöllur“, sem tryggja ætti félaginu bætta stöðu bæði (járhagslega og félagslega. íþróttahúsið. Útileiga hússins var með sama hætti og undan- farin ár, þ.e. Hlíðaskóli hafði húsið á leigu frá kl. 8 á morgnana til kl. 17 á kvöldin, en síðan tóku hinar ýmsu deildir félagsins við. Eftir nokkra rannsókn sem gerð var á verði á útseldri leigu í öðrum íþrótta- húsum og vegna almennrar hækkunar tókst að hækka leiguna allverulega og kom í Ijós að slíkt hefði verið hægt að gera miklu fyrr. Kom þessi hækkun sér mjög vel vegna aukinna útgjalda við ráðningu hins nýja húsvarðar. Eins og á undanförn- um árum varð að miðla málum hjá hinum ýmsu deildum félagsins vegna ásóknar þeirra í tíma í hús- inu, sem hvergi er hægt að anna vegna mikillar eftir- spurnar. Ekki er þó vitað með vissu hversu lengi Hlíðar- skóli telur sig hafa þörf fyrir íþróttahúsið fyrir leik- fími nemenda sinns, en hafín er bygging nýs íþrótta- húss fyri skólann. Áður er getið um ýmsar viðgerðir og viðhald á húsinu sem hinn nýi húsvörður annaðist, en í raun og veru þyrfti stórátak til að endurbyggja og lagfæra húsið. Má nefna t.d. að húsið lekur á mörgum stöð- um. Lélegt rennsli er orðið á heita vatninu, loftræst- ingu vantar í búningsklefa auk þess sem áður hefur verið nefnt. Stjórn íþróttahússins var skipuð þeim Lofti Magnússyni, sem var formaður nefndarinnar, Hans Guðmundssyni, Val Benediktssyni og Sigmundi Hermundssyni auk Sigurðar Ólafssonar sem hefur ennþá annast allt bókhald og fjárreiður hússins. Þessi húsnefnd hefur ekki verið eins virk og stundum áður m.a. vegna þess að hinn nýji húsvörður hefur oftar tekið af skarið og gert það sem þurft hefur hverju sinni. Þó er nauðsynlegt að hafa slíka hús- stjórn, sem væri húsverði til trausts og halds, en sennilega eru þeir tímar liðnir að menn fari að vinna við viðgerðir og viðhald án launa í félaginu. Valsskálinn. Þær ánægjulcgu fréttir er hægt að segja af Vals- skálanum að nú hefur loksins hópur manna í félag- inu undir stjórn Bjarna Jónssonar ákveðið að hefja gamla góða Valsskálann aftur til vegs og virðingar eftir nokkra ára hlé. Mun ætlunin að koma saman stjórn með haustinu og hefjast þá þegar handa með uppbyggingu skálans. Títtnefndur húsvörður íþróttahússins, Guð- mundur Sigurðsson fór í vetur að skálanum og negldi plötur fyrir alla glugga skálans en rúður höfðu verið brotnar og brotist inn í skálann. í leið- inni gerði Guðmundur úttekt á skálann og gaf stjórninni skýrslu um ástand skálans og taldi upp það sem lagfæra þyrfti og betur mætti fara og áætl- aðan kostnað. Taldist honum svo til að með efnis- kostnaði upp á rúma milljón mætti gera stórátak til að reisa skálann við, en skálinn er frá upphafí mjög vel byggður og margt ennþá mjög heillegt og vandað og mikil verðmæti í rauninni ennþá í skálanum. Verður að vona að þetta unga fólk geti lyft skál- anum úr öskustónni þannig að félagar geti tekið upp þann hátt að nýju að dvelja þarna sumar sem vetur. Gjafir til félagsins. Hinn ágæti félagi Agnar Breiðfjörð veitti félag- inu eftirgjöf á efni sem keypt var hjá honum vegna viðgerða á rennum íþróttahússins og er það ekki lítill stuðningur til fjárvana stjórnar þegar slíkar gjafír berast sem nema nokkrum hundraða þús- unda króna. Er Agnari þakkað þetta höfðinglega bragð. Valskonur. Hinn ómissandi þáttur félagsins, starfsemi Vals- kvenna hélt áfram með líku sniði á s.l. vetri. Héldu þær fundi einu sinni í mánuði. Valskonur hafa ávallt séð um kaffiveitingar á afmæli félagsins 11. maí. Einnig kaffísölu á Valsdaginn, sem er eina tekju- öflun þeirra. Þær hafa ennfremur ávallt séð um Jóla- ball fyrir börn félagskvennanna. Þær hafa gert stór- átak til að forða félagsheimilinu frá niðurnízlu, og stendur hugur þeirra til enn frekari átaka fái þær næga aðstoð frá öðrum til fjármögunar efniskaupa. Formaður Valskvennanna er nú Ása Kristjánsdótt- ir, en aðrar í stjórn eru: Þuríður Sölvadóttir, Hrafn- hildur Ingólfsdóttir, Ragnheiður Lárusdóttir, María Samúelsdóttir, Sigrún Sigvaldadóttir og Jóhanna Bergmann. Minningarsjóður Vals. Stjórnin vill minna félagsmenn á minningarsjóð Vals, en formaður hans er Guömundur Frímanns- son, en spjöldin fást í Hverfískjötbúðinni á Hverfis- götunni hjá Ægi Ferdinadsyni. Fulltrúaráðið. Ný stjórn var kosin í fulltrúaráðið á s.l. ári en for- maður þess er nú Ægir Ferdinandsson, en með hon- um í stjórn eru þeir Þórður Þorkelsson og Geir Guð- mundsson. Fulltrúaráðið hefur þegar lialdið nokkra fundi og þar af 2. fundi saman með fulltrúum hand- knattleiksdeildarinnar og einn með fulltrúum knatt- spyrnudeildar. 1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.