Valsblaðið - 01.05.1979, Side 93

Valsblaðið - 01.05.1979, Side 93
Valsdagurinn. Formaður Valsdagsnefndar var kosinn að þessu sinni Jón Kristjánsson, en með honum störfuðu full- trúar frá öllum deildum félagsins samkvæmt venju. Valsdagurinn var haldinn að þessu sinni 30. júlí og var sá 9. í röðinni. Mikið fjölmenni kom að Hlíðar- enda. Veður var með eindæmum gott þennan dag. Tryggingar. Stjórnin vekur athygli á samkomulagi sem Valur gerði við Tryggingamiðstöðina um að Valur fengi umboðslaun fyrir tryggingar hjá félaginu sem teknar væru af Valsmönnum. Hafði félagið af þessu á síðasta ári góðar tekjur. Á rshátíðin. Árshátíð var haldin að Hótel Sögu 27. apríl 1979 og tókst með ágætum og var mikið fjölmenni sem skemmti sér vel og lengi. Er nú greinilegt að félags- menn eru óðum að hefja árshátíð félagsins aftur upp úr þeim öldudal sem hún var komin í um nokkurt skeið. Halldór Einarsson hafði enn sem fyrr veg og vanda af árshátíðarhaldinu og ber hann fyrir það heiður og þökk. Afmœlisdagurinn 11. maí 1978. Valskonur sáu um veitingar á afmælisdegi félags- >ns eins og þær hafa gert á undanförnum árum og mættu margir bæði ungir og gamlir félagar til þess að fá sér kaffisopa og gómsætar kökur. Þá var Andrés Bergmann heiðraður af K.R.R. Lokaorð. Hér að framan hefur verið stiklað á stóru um störf aöalstjórnar síðast liðið kjörtímabil. Ekki verður skilið öðruvísi við en að geta um frá- bæran árangur á íþróttasviðinu. Meistaraflokkar hafa unnið hvern titilinn á fætur öðrum, jafnt í knattspyrnu karla og kvenna, handknattlcik og nú síðast í körfuknattleik. Starf deildanna hefur því verið óhemju öflugt undanfarið og bera skýrslur deildanna, sem hér birtast á eftir því glöggt vitni. Ber að þakka öllum Valsfélögum fyrir framlag þeirra til viðgangs Val jafnt félagslega og íþrótta- !ega. Skýrsla Knattspyrnudeildar Vals starfsárið 1977 -1978. Á liðnu starfsári ber hæst glæsileg frammistaða Meistaraflokks, sem varð íslandsmeistari og lék úrslitaleik í bikarkeppni K.S.Í. Árið 1978 er því þriðja árið í röð í samfelldri sigurgöngu Meistara- flokks félagsins, sem hefur á síðastliðnum þremur árum unnið íjóra eftirsóknaverðustu titla íslenskrar knattspyrnu af 6 mögulegum. Hvert afrek af öðru hjá liðinu var skráð á spjöld íslenskrar knatt- spyrnusögu á keppnistímabilinu. Liðið lék fleiri íeiki án þess að hjá því yrði skorað mark en dæmi eru um í íslenskri knattspyrnu áður, - lék fleiri leiki í 1. deild án þess að tapa leik og lauk keppni sinni í hdandsmótinu án þess að verða nokkru sinni sigrað. Vfirlit um áhorfcndafjölda að leikjum íslenskra knattspyrnuliða sýnir, að knattspyrnuáhugamenn kunna betur að meta knattspyrnu Valsmanna en annarra liða. Var liðið í lok keppnistímabilsins m.a. kjörið vinsælasta knattspyrnuliðið af lesendum úagblaðsins Vísis. Þótt sigur Meistaraflokks og velgengni beri hæst 1 unnust fleiri sætir sigrar á árinu, sem bæði marka tímamót í sögu deildarinnar og gefa okkur Vals- mönnum ástæðu til bjartsýni í framtíðinni. Yngstu kappliðsmenn félagsins, þ.e. 5flokkur, urðu íslands- meistarar. Var frammistaða leikmannanna hin glæsilegasta og gefur Valsmönnum fyllstu ástæðu til bjartsýni í framtíöinni. Árangur leikmanna 5. flokks var engin tilviljun þar sem 5. flokkur lék til úrslita og það oftar en einu sinni og tvisvar í íslandsmóti 5. flokks 1977. Síðast en ekki síst skal hér minnst glæsilega sigurs meistaraflokks kvenna í knattspyrnu, en flokkurinn varð í fyrsta skipti í sögu Vals íslands- meistari. Vakti baráttugleði stúlknanna mikla athygli og ekki síður framkoma þcirra innan leik- vallar sem utan. Vert er að geta þess í þessu samb- andi, að þetta er aðeins annað árið sem Valsmenn eru þátttakendur í kvennaknattspyrnu og segir það e.t.v. fleira en mörg orð um þann góða árangur, sem stúlkurnar náðu. Sigur meistaraflokks kvenna í íslandsmótinu var engin tilviljun. Árangur þeirra árið áður sýndi strax hvers mátti af þeim vænta. Þótt sigur í íslandsmóti 2., 3. og 4. flokks hafa að þessu sinni verið eftirlátinn öðrum félögum unnu Valsmenn ágæta sigra í öðrum mótum, m.a. 2. flokkur A, er sigraði bæði í Reykjavíkur- og haust- móti. I heild unnust eftirtaldir sigrar á árinu: Innanhúss. M.fl. íslandsmót. 4. fl. Reykjavíkurmót. 5. fl. Reykjavíkurmót. Utanhússmót: M.fl. íslandsmót. M.fl. kvenna íslandsmót. 5. fl. íslandsmót. 2. fl. Reykjavíkur- og haustmót. 2. fl. B. Miðsumarsmót. 1. fl. Miðsumars- og haustmót. 4. fl. B. Miðsumarsmót og Reykjavíkurmót. Káppliösnicnn Vals færðu því félaginu á árinu 13 titla, og sigurlaun í knattspyrnu. Stjórn knattspyrnudeildar. Stjórn sú, sem nú skilar af sér störfum, var kosin á aðalfundi 9. mars 1978. Formaður var kjörinn Pétur Sveinbjarnarson, varaformaður Ólaf- ur Gústafsson, gjaldkeri Pétur Jónsson, ritari Jakob Jónsson. Meðstjórnendur: Bjarni Bjarnason, Guðlaugur Björgvinsson, Gísli Þ. Sigurðsson, Björgvin Hermannsson, Helgi Magnússon, Jón Zoega, Ólafur Axelsson og Bergsveinn Alfonsson. Þá sat Eðvald Skúlason fundi stjórnarinnar eftir að hann tók við formennsku unglingaráðs. Stjórnin skipulagði störf sín með svipuðum hætti og árið áður. Haldnir voru 15 bókaðir fundir auk fjölda óbókaðra funda. Sú nýbreytni var tekin upp á árinu, að starf- rækja að nýju unglingaráð og meistaraflokksráð. Á fyrsta fundi stjórnar deildarinnar var Bjarni Bjarnason kjörinn formaður meistaraflokksráðs og Gísli Þ. Sigurðsson unglingaráðs. Sú breyting varð á miðju starfsári, að Gísli Þ. Sigurðsson lét af störfum sem formaður unglingaráðs en Eðvald Skúlason tók við hans starfi. Unglingaráð skipuðu, auk formanns: Alexander Jóhannesson, Björgvin Hermannsson, Jón Zoega og Sigurður Marelsson. Meistaraflokksráð skipuðu auk formanns: Ólafur Axelsson, Halldór Einarsson, sem jafnframt var liðsstjóri, og Ingi Björn Albertsson fyrirliði meist- araflokks. Fulltrúar Vals í KRR voru Elías Hergeirsson aðalfulltrúi og Magnús Ólafsson til vara. Báðum þessum mönnum eru færðar þakkir fyrir góð störf. Þótt Valsmenn „eigi“ ekki fulltrúa í stjórn K.S.Í. eru Valsmanninum Friðjóni B. Friðjóns- syni, gjaldkera K.S.Í., færðar bestu þakkir fyrir góð störf og velvild í garð okkar Valsmanna fyrr og nú. Þjálfun og œfingar. Þjálfarar 1978 voru: M.fl. og l.fl...... Nemes Gyula 2. flokkur ....... Róbert Jónsson 3. flokkur ....... Kristján Bernburg Karl Harry Sigurðsson. 4. flokkur ....... Kristján Bernburg - Jóhann Larsen 5. flokkur ....... Ingi Björn Albertsson - Mile 6. flokkur ....... Hreinn Hjartarson Kvennaflokkur .... Albert Guðmundsson Nokkur röskun varð á þjálfun 3. og 4. flokks þar sem Kristján Bernburg lét af þeim störfum með mjög skömmum fyrirvara, er verulega var liðið á keppnistímabilið. Er öllum þjálfurum færðar bestu þakkir fyrir vel unnin störf á liðnu keppnis- tímabili. Þjálfarar deildarinnar unnu allir mikið og óeigingjarnt starf, oft á tíðum við erflðar að- stæður, þar sem í senn reyndi á bæði dugnað og lipurð. Ferðalög innanlands. Meistaraflokkur fór til Akraness, Vestmanna- eyja, Keflavíkur og Akureyrar vegna íslandsmóts, og Siglufjarðar vegna þátttöku í bikarkeppni. Ferð Valsmanna til Siglufjarðar var sérstaklega ánægjuleg þar sem meistaraflokkur félagsins lék þar við 3ju deildarlið Siglflrðinga. Kunnu Siglfírðingar vel að meta heimsókn Valsmanna og buðu þeim m.a. til kvöldverðar að leik loknum. 4. flokkur fór til Akraness, Sauðárkróks og Akureyrar og 5. flokkur til Akraness, Vestmannaeyja og í Vatna- skóg í boði KFUM, auk þess boðið sem heiðursgest- um að Eiðum á mót Ungmennasambands Austur- lands. Æfingabúðir að Laugarvatni. Eins og venja hefur verið undanfarin ár fengu Valsmenn úthlutað einni viku í æfíngabúðum Í.S.Í. að Laugarvatni. Eftirtaldir flokkar dvöldu þar: Meistaraflokkur, eiginkonur leikmanna og börn frá föstudegi til sunnudags og síðan 5. flokkur í 5 nætur, þ.e. frá sunnudegi til föstudags. Þá dvaldi einnig kvennaflokkur félagsins á sama tíma að Laugar- vatni. Gistu stúlkurnar í héraðsskólanum. Ferðalög erlendis. Meistaraflokkur ávann sér þátttökurétt í Evrópu- keppni bikarhafa og lék að þessu sinni gegn Magdenburg, Austur-Þýskalandi. Fyrri leikur lið- anna var heimaleikur Vals, 19. september, og lauk honum með jafntefíi, 1-1. Gífurlegt undirbúnings- starf var unnið fyrir leik þennan. í fyrsta skipti var haldinn útikonsert á íþróttaleikvanginum í Laugardal. Skemmti þar Brimkló, Björgvin Hall- dórsson, Halli og Laddi. Vöktu hljómleikar þessir verðskuldaða athygli og umtal. í leikhléi stóðu eiginkonur leikmanna og stjórnarmanna fyrir glæsi- lcgum veitingum í „Baldurshaga“. Er öllum þcim fjölmörgu, sem aðstoðuðu stjórn deildarinnar við undirbúning og framkvæmd þessa leiks, færðar bestu þakkir. Sfðari leikur Vals fór fram í Magden- burg 27. september og lauk honum með sigri Magden- burg 0-4. Síðan fóru leikmenn ásamt eiginkonum f sumarfrf til IBIZA þar sem flestir dvöldu í 10 daga. 3. flokkur fór til Skotlands og lék þar einn leik. Dvaldi liðið hjá skoska liðinu Airdrie við hinar bestu aðstæður. Fararstjórar voru Eðvald Skúlason 91
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.