Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1912, Qupperneq 139
ALMANAK 1912.
115
með sjálfri sér. ,,Ó, ef éitthvað hefir orðið að honum
afa, þá skal eg aldrei fyrirgefa þér, Beta Allen. Aldrei,
aldrei!1'
Þá heyrði hún mannamál innan úr einni stofunni og
þekti rödd afa síns; hún gekk inn í forstofuna og tokekki
eftir því að hún hafði ekki barið og var því óheimilt að
ganga inn.
Húsiö var að sjá alslaust og fólkið talaði í hálfum
hljóðum, en við hvorugu hafði Mrs. Allen búist hjá þeim,
sem gengu á öðrum með bónakvabbi. Kvíði og forvitni
rak hana áfram að þvi herbeigi sem mannamáliö kom frá.
Hurðin var opin á gátt og hún leit inn. Rúm stóð
þar upp við vegg,í því lá kona ljóshærð,fölleit og bláeygð
og dró andann títt og erviðlega. Maður stóð við rúmið
og sneri baki við dyrum; Mrs. Allen þekti af búningnum
að það var presturinn í þorpinu. Við fótagaflinn stóð
rauðhærða telpan og hélt í hendina á Allen afa, en á rum-
inu sat piltbarn og lék sér; það hafði Ijóst hár og falleg
blá augu eins og hún móðir hans.
Mrs. Allen ræskti sig, og við það sneri presturinn sér
skyndilega við.
,,Mrs Allen! Eg er feginn að kvenmaður skyldi
koma hér!" Hann flýtti sér fram að dyrunum og mælti
fljött og í hálfum hljóðum. ,,Ó, Mrs. Allen, hér er auma
aðkoman. Móðirin og ungbarnið hafa verið hér alein í
marga daga, og enginn til að hugsa um þau nema litla
telpan þarna. Þau eru allslaus og hafa ekki hfað á öðru
en því sem hún hefir lánað hjá nágrönnunum. Dr. Brown
er nýfarinn héðan og sagðist ekkert geta að gert, aum-
ingja konan væri komin að dauða. Vilt þú ekki gera eitt-
hvað til að bæta úr bágindum hennar?
,,Það er sjálfsagt". Mrs. Allen gekk að ruminu og
tók í hendina á hinni sjúku, ,,Blessaður auminginn ,