Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Side 12
12
héldu áfram að hneigja sig, þó enginn vissi lengur,
hví það skyldi gjöra.
Getum vér neitað því, að „kristindómur" al-
mennings á mörgum stöðum sé af sama tagi? Menn
hneigja sig í trúnni, en vita eigi vel hvers vegna.
Sjálfir hafa þeir aldrei sóð og orðið varir við sann-
leika þann, er þeir hneigja sig fyrir.
Það eru þessar mörgu kristnu leikbrúður, sem
að nokkru leyti gefa hinum „nöktu öndurn" rétt til
að hæðast að allri trúarvissu. Hinir nöktu andar
vita ekki — eða vilja ekki vita það, að „trú“
þessara kristnu brúða er eins langt frá að vera trú,
eins og vantrú sjálfra þeirra.
Við þessar kristnu brúður hef eg eigi heldur
margt að segja;— að eins liggur mér við að óska
þeim þess, að þær fengju einu sinni duglega kaf-
færing í „iðuelfl hugsunarinnar". Til þess er iðu-
elfur hugsunarinnar semsé vel fallin: til að vekja
menn af svefni, en ekki til að lifa i.
En innan um háðglósur nöktu andanna og
svefngöngu trú sofandi kristinna manna heyri eg
raddir með öðrum hreim. „Segðu oss,“ hvísla þær,
„er trúin i raun og veru vissa? Vér höfum heyrt
það svo þráfaldlega, en höfum aldrei skilið það.
Hvernig geta menn fengið vissu um hið ósýnilega?
vissu um sáluhjálp sína? vissu um hluti, er fram
baía farið fyiir þúsundum ára, eða eiga eicki að