Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Side 49

Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Side 49
49 upp á neðstu rimina í stiganum. Siðan stigum vér með hjálp vængjanna upp á næstu rim. En væng- irnir freista vor t.il að fljúga burtu úr hininstigan- um og um ieið burtu af himinveginum. En þá bila vængirnir oss; þeir geta enn þá ekki haldið oss uppi. Vængbrotnir flýtum vér oss þá til baka, og tökum aptur um himinstigann. Og þar, í stigan- um, gróa hinir lömuðu vængir. Nýjar flugfjaðrir vaxa, vér komumst einni eða tveimur rimum hærra upp i stigann og þykjumst aptur nógu færir til að vera stigalausir og fljúga einir. En aptur bilar vængjaaflið, og vér fánm nýja ráðningu um gagn og blessun hins fasta stiga. Þannig gengur það. Að ytri ásýndum er trúar- vissa vor reikul og riðandi; en fyrir þann, sem er hreinskilinn af hjarta, er hún óhagganleg sem klett- ur. Ef vér dettum úr stiganum, þá halda vængirnir oss uppi; ef vængirnir bila, þá heldur stiginn oss uppi. Og hvorttveggja ber oss upp á tnð; opt hægt og seint, af því vér erum svo trúarlitlir, en eptir þvi hraðara sem vér lærum það betur, að vængirn- ir voru gefnir oss til að létta oss gönguna upp stig- ann, en ekki til að fljúga úr stiganum og halda vorar eigin brautir. Þvi að stiginn er hinn beini vegur til himinsins. Þess vegna nær hann einnig til himins. Það, sem segir um draumstiga Jakobs, að hann „náði til himins", það á nákvæmlega við um stiga orðsins. Stiginn hættir eigi fyr enn við þrösk- uld himinsins; þar fyrst getum vér verið stigalausir,

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.