Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Side 29
20
Þú finnur til þess, að þú ert fátækur í andanum,
eða verður þess að minnsta kosti var í samvizku
þinni. Lát.tu þá huggun guðs ekki vera þér of rýra; —
það er fátæktin ein, sem allt er undir komið.
„En egervístekkinógu iðrunaifullur", segir annar.
Sú mótbára gildir eigi heldur; því að hvað þýð-
ir það, að þú ert hræddur um, að þú sért ekki
nægilega iðrandi? fað þýðir ekki annað en það,
að þú finnur þig fátækan einnig að iðrunartilfinn-
ingu. Og ]>að er að eins ný sönnun um fátækt
þína í andanum.
„En eg hef aidrei grátið neitt verulega yfir
synd minni“, segir hinn þriðji; „eg hef aldrei verið
sundurkraminn undir sekt minni, eins og eg heyri,
að svo margir aðrir hafi verið".
Getur vel verið. En það rýrir eigi heldur út
af fyrir sig fátækt þína i andanum. Þvert á móti:
fátækur að ráði er einmitt sá, sem veit sig andlega
volaðan og á þó eigi tár til að gráta fátækt sína.
„Já, en hugsaðu þér“, segir hinn fjórði, „stund-
umeregjafnvel ánægðurmeðsjálfan mig; ogþað hlýt-
ur þó að benda á, að eg sé ekki nægilega fátækur i
andanum til að tileinka mér fyrirheitið um himnaríki".
Nei, ekki er það heldur rétt. Það getur eins
vel bent á hið gagnstæða. Jafnvel það, að vera
stundum ánægður með sjálfan sig, getur vei ið vottur
um fátækt í andanum, ef sálin að eins dæmir sjálfa
sig fyrir það.-------
Yakandi samvizka getur með engu móti farið