Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Page 89

Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Page 89
89 gisti, skoraði hún á allt vinnufólkið að koma saman kvöld og morgna til trúariðkunar. Flutti hún þá stutta hugvekju og bæn, og varð sá siður hennar blessunar- rikur mörgum, sem forvitnin ein hafði þá knúið til að koma. Hún ljetti byrði margra annara, en varö þó sjálf að bera þá byrði, sem Jesús einn gat hjálpað henni nieð; flest systkini hennar og börn dóu á undan henni, maður hennar varð gjaldþrota og heilsa henn- ar bilaði mjög á ferðalögunum. Hún gat með sanni skrifað í dagbók sína: „Þraut kemur i þrautar stað“. — Þegar hún lá banaleguna, sagði húnmeðal annars: „Síðan Drottinn eignaðist hjarta mitt, hef jeg aldrei vaknað svo, hvorki veik nje heilbrigð, hvorki nótt nje dag, að fyrsta hugsun mín hafi ekki verið, hvernig jeg ætti að þjóna Drottni mínum og og meistara". — Hún andaðist 13. oktob. 1845. Síðustu orð hennar voru: „Ó, kæri Drottinn minn, hjálpaðu þjónustukonu þinni og varðveittu hana“. D. L. Moody 1 lífshættu. Atburður sá, er hér segir frá, gerðist í nóvemb. 1892, og segir Moody þannig frá honum. Síðasti dagur minn í Lundúnum var mjög þægi- legur. |>að var reglulega fagur dagur. Sólin skein Skgert eftir þessa pokndaga, svo algenga í Lundún-

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.