Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Side 43

Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Side 43
43 „fátækir í andanum", það fundum vér að vér vor- um eigi síður nú í ástríðisþrautinni, enn þegar vér hið fyrsta sinn knúðum á dyr náðarinnar. Af nýju varð þá andleg fátækt vor andlegur réttur vor til náðarinnar. Samvizkan ákærði oss og þrýsti oss um leið til trúar á hið mikla ákærufrelsi í Kristi. Vér hertum hugann og héldum oss dauðahaldi við orðið, og vissan kom aptur, — fyrst sem „vissa af orðinu"; síðar, þegar guðs tími var kominn, sem vissa, studd nýrri reynd um sætleik orðsins og krapt. Þetta eru hinir almennu frumdrættir í samband- iuu milli trúarvissu og ástríða. Það geta verið endalaus afbrigði og litbreytingar; en frumsamband- ið verður ávallt hið sama. Páll postuli hefur með fáum orðum lýst þessu þannig: „En til þess að eg ekki skuli upphrokast af mikilleik opinberananna, or mér fleinn gefinn i hoidið, satans engill, til að slá mig, svo að eg skuli ekki verða stæriiátur" (2. Kor. 12, 7). Eg veit eigi, hvort þessi „fleinn í holdið", þessi „satans engill", sem Páll talar hér um, hefur verið ástríði. En eg veit, að allt ástríði er eins og slík- ur „satans engill", sem kemur fram á þvi augna- bliki, er annaðhvort hinar miklu opinberanir ætla að fara að freista mín til stærilætis eða hinar sæiu tilfinningar að teygja mig til uggleysis; — og eg veit, að guð hefur jafnvel „satans engil" í hendi sinni. Með þessu móti verður oss einnig skiljanlegt,

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.