Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Blaðsíða 77
77
al annars um hana: „Sú blessun, sem hefur fylgt
starfi Mac Alls, og sú samhuga hjálp, sem hann hef-
ur notið frá öllum evangeliskum trúarflokkum, er
eitt af kraptaverkum nútímans."
„Mac Alls missionin" ljet sjer ekki nægja að
prjedika orðið og setja á stofn sunnudagaskóla, hún
kom á fót kristilegum fjelögum ungra manna,
margháttaðri líknarstarfsemi, ókeypis kennslu handa
fátæklingum o. m. fl. En þótt Mac All hefði yfli-
umsjón með öllu þessu, hafði hann þó tíma til að
skrifast á við ótal menn bæði um andleg efni al-
mennt, og um starf sitt sjerstaklega. Árið 1885
fjekk hann t. d. 2833 og skrifaði 2719 brjef, og
hafði hann þó aldrei skrifara.
Þegar stundir liðu og Drottinn blessaði ríkulega
starflð, svo fjöldi manna snerist til lifandi trúar á
Krist, fjekk og Mac All marga viðurkenningu fyrir
starf sitt.
Árið 1892 varð Mac All 70 ára og missiónin
20 ára, og lifði hann og kona hans þá xnarga
stund æði ólíka fyrsta árinu í París, þegar þau
voru þar ókunnugir einstæðingar að byrja starfið.
Meðal annars má nefna að 18. janúar kom saman
múgur og margmenni í stærsta missiónshúsinu til
að samfagna Mac All og konu hans. Var þeim þá
gefin líkneski af Marteini Lúther, þar sem hann
stóð, sem fátækur drengur, með söngbók í hend-
inni og betliposann við beltið, og var þar letrað:
„Papem propter deum, 1497.“ Undir líkneskinu