Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Blaðsíða 79
79
þær öllum vel nema kaþólskum prestum, enda var
þeim sárilla við starf Mac Alls.
Þannig endaði þessi atorkusama mannsæfl,
sem var algjörlega heiguð Drottni. Drottinn hafði
blessað hann ríkulega, og notað hann til að leið-
beina fjölda manna að krossinum á Golgata.
„Mac Alls missiónin" hefur haldið áfram og
vaxið að stórum mun síðustu árin. Formaður
hennar er Louis Sautter, en 11 manna stjórnar-
nefnd aðstoðar hann. Meðal þeirra eru Greig,
Rovilly og Reveillaud, gamlir starfsbræður Mac AUs.
Meðal annars á missiónin 2 missiónsskip,
„Le bon messager" og „La bonne nouville." Á
skipum þessum fara trúboðarnir fram og aptur
um fljótin á Frakklandi, til að bjóða þeim, er búa
á fljótsbökkunum til að koma á kristilegar samkom-
ur. í miðhluta skipsins er stór salur, og eru þar
haldnar tíðar samkomur, sem verða mörgum til
blessunar, þótt kaþólskir klei'kar reyni af fremsta
megni að spilla fyrir þessu trúboði.
Siðustu árin hefur verið talað mikið um barátt-
una milli guðlausrar vantrúar og hjátrúarfulli-ar
páfakirkju í Frakklandi; sem betur fer eru þó fleiri
hreyfingar þar í landi. Lútherska og reformerta
kirkjudeildin eru báðar tiltölulega öflugar þar í landi,
og gefa alveg ótrúlega mikið til lieimatrúboðs og
heiðingjatrúboðs, og við hlið þeirra er svo þetta