Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Blaðsíða 65
65
einlægum trúmönnum, (því vitanlega eru metodist-
ar og „hermennirnir“ það opt), skuli skjátlast svona
í þessu atriði stafar sennilega af því, að stuildum
er því svo varið að síðasta áherzlu atriðið, sem leit-
andi maður þarf að rækja, eða rjettara sagt, að
síðasta sporið, sem ræður baráttu náðþyrstrar sálar
til lykta er að hún kannist opinberlega við að Krist-
ur sje eina athvarf sitt og eina hjálp, en það gjöra
einmitt þeir, sem andvarpandi biðja Guð um náð í
annara viðurvist. Það eru mjög mörg dæmi þess
að friður Guðs og fullvissa um fyrirgefningu synd-
anna fyllti hjarta mannsins í fyrsta skipti einmitt
þegar hann í fyrsta skipti ákallaði Drottin í heyr-
andi hljóði á bænasamkomu, því verður ekki neitað,
en hin dæmin eru miklu fleiri, að friðurinn kom í
hjartað við eitthvert annað tækifæri.
Má jeg svo í tilefni af þessu segja við þig, sem
andvarpar um frið við Guð: Vera má að þig bresti
enn þrek og vilja til að kannast við frelsarann fyrir
öðrum; viljir reyndar gjarnan sjálfur eignast lífið í
Guði en ekki baka þjer þau óþægindi, sem stundum
fylgja því að vitna fyrir öðrum. Sje svo, þá reyndu
um fram allt að reka þetta viljaleysi í burtu, og
reyndu með Guðs hjálp að ákalla Drottin svo aðr-
ir heyri, til að brjóta ísinn, eða kannast við frelsara
þinn greinilega á annan hátt. Það er ekki óliklegt
að hjarta þitt fái þá þegar frið, en þó ekki fari svo,
þá örvæntu samt ekki. Drottinn hefur nóg ráð, ef
þjer er full alvara
b. IJá er að varast að hún verði hvorki prjedikun
nje langar skýringar. Sumum hættir til þess, þegar