Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Blaðsíða 28
28
Mönnum, sem hafa fullan mæli góðra verka og ljúfra
tilfinninga? Nei og aptur nei. — Utanáskript náðar-
bréfsins er allt öðruvísi. Með greinilegu letri stend-
ur þar: „Sœlir eru hinir fátœku í andanum, Jjví þeirra
er Mmnaríki “.
Hverjir eru þá hinir sælu og frelsuðu meðal
mannanna barna?
„Hinir fátæku í andanum".
Hverjir eiga himnaríki með fyrirgefningu synd-
anna, lífi og sælu hjá guði?
„Hinir fátæku i andanum".
A hvern hátt verður maður þá fullviss um, að
hann sé hluthafi í himnaríki?
Með því að sannfærast um, að hann sé fátæk-
ur í andanum. Og hér er hin vakandi samvizka
engin táimun, heldur hjálp. Um allt annað getur
sá maður efast, sem hefur vakandi samvizku — að
eins ekki um þefta eina, að hann sé sjálfur fátæk-
ur í andanum; — og þetta eina er einmitt það,
sem gefur rétt og verðleik til himnaríkis fyrir Krists
sakir! Hér kemst engin mótbái'a að nó efasemda
vífilengjur; hór þarf eigi annað enn að ganga beint
áfram og gefa sannleikanum dýrðina.
„Já, það er nú svo“, heyri eg einhvern segja,
„en eg held það væri eitthvað óeðlilegt, ósatt og
eins og önnur uppgerð af mér, ef eg færi að trúa
því, að eg só frelsaður og sæll, slikur sem eg er;
eg finn ekki nokkra vitund til neins slíks".
Pað má ve] satt vera, En eitt finmr þú þó,