Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Side 74

Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Side 74
74 r inu og var eins víða og hann gat, en varð samt að íá sjer aðstoðarmenn. Nú var starf hans farið að vekja eptirtekt, og urðu þá margir til að hvetja hann og veita honum þakklæti, ekki sízt evangeliskir menn á Frakklandi. Th. Monod bauð honum t. d. að útvega honum aðstoð 28 presta. Meðal útlendinga sem sendu honum heillaóskir má nefna Godet prófessor i Neu- chatel, og líc. Henry Ussing, sem þá var prestur í Árósum. Það var enginn hægðarleikur að komast hjá öllum deilurn við evangelisku trúarflokkana, sem voru komnir til Parísar. Mac All lagði alla áherzl- una á að vekja andvaralaust fólk og leiða það til Krists, en skipti sjer svo ekki af, að hvaða kirkju- deild það hneigðist, og honum tókst alveg aðdáan- lega að sneyða fram hjá þeim skerjum, sem mörg slik starfsemi hefur strandað á. í fyrstu hafði hann ekki aðra hjálparmenn en ýmsa aðkomuprjedikara, sem komu til Parísar, en þegar starfsemin jókst varð hann að fá sjer fasta starfsbræður. Sá fyrsti og einhver sá duglegasti af þeim var skotskur prest- ur sem hjet G. Th. Dodds. Hann flutti sig til Par- ísar 1877, og næstu árin gat Mac All orðið við á- skorunum franskra prótestanta og heimsótt ýmsar borgir þar í landi til að koma á fót líkri starfsemi og í París. Peningagjafir komu úr ýmsum átt.um, (jafnvel frá Norðurlöndum), og styrktarnefndir mynd-

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.