Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Side 71

Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Side 71
71 að ganga um Belleville,- svo nefnist einn útjaðar Parísarborgar,- og voru að útbýta kristilegum smá- ritum, er þau gáfu hverjum, sem þau mættu, og i'eyndu jafnframt að tala við fólk á bjagaðri frakknesku. Meðal annars mætti þeim hópur af verkamönnum, sem námu staðar til að fá hjá þeim kristileg smárit, og varð Mac All heldur en ekki for- viða, er einn þeirra sagði við hann á góðri ensku: „Herra minn, eruð þér ekki kristinn prestur? Ef svo er, þá hef jeg mikils varðandi erindi til yðar. í þessum hluta bæjarins eru þúsundir af verkamönn- um, sem eru óánægðir með þessa nauðungar trú, sem er full af hjátrú og kúgun. En ef einhver vildi prjedika fyrir oss önnur trúarbrögð, trúarbrögð frelsisins og sannleikans, þá mundu margir verða fúsir til að hlusta á það.“ Mac All skoðaði þetta sem köllun frá Guði, en hann var í vanda staddur. Ótal bönd bundu hann við ættjörðina og prestsstöðuna þar, og það mátti virðast djarft teflt að leggja út í baráttu kristniboðsins í framandi landi. Hann bað Drott- inn að staðaldri að gefa sjer örugga vissu og kjark í þessu efni, og ráðgaðist um þetta við vini sína. Endalokin urðu þau að hann sagði upp söfnuði sín- um 10. nóv. 1871, og settist að í París. Mörgum þóttti hann hrapa mjög að þessu, og sögðu að lít- il von væri til að hann, sem væri Englendingur, mundi koma nokkru verulegu til leiðar meðal Yerkamannanna í París,

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.