Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Side 87

Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Side 87
87 fjekk trúaðar konur til að heimsækja fangana og stofnaði með þeim (1817) „Fjelag til betrunar kven- föngunum í Newgate". Ári síðar var svipað fjelag stofnað til betrunar karlmönnunum í fangelsinu, og var það Elisabet aðallega að þakka. — Fangelsið tók miklum stakkaskiptum á skömmum tíma. í staðinn fyrir blót og formælingar heyrðust sáimar og bænir, og hendurnar, sem áður höfðu farið með spil og brennivínsglös, lærðu að fara með nál og prjóna, og leita að huggunarorðum ritningarinnar. Fjelagskonurnar komu til skiptis daglega í fangelsið og alla kunnuga furðaði á áhrifum þeirra. Sumir fangarnir snerust alveg til Krists og hinir urðu þó að taka undir með þeim, sem sögðu: „Það er ó- mögulegt annað en góður Guð sje til, úr því að þessar hefðarkonur eru að heimsækja oss“. Elisabet fór brátt að heimsækja fleiri fangelsi, og starf hennar vakti afarmikla eptirtekt. Parla- mentið bað hana um skýrslu um starfið og gjörði ýmsar ráðstafanir til að bæta fangavistina eptirtil- lögum hennar. Takmark hennar var: betrun og sáluhjálp einstaklingsins; meðulin voru: reglusemi, iðjusemi, bibiían og bæn. Öll framkoma hennar studdi og mjög málefnið, sem hún vann að. Margir sögðu: „Maður finnur nálægð Guðs hvar sem hún kemur, — að sjá hana er að elska hana, að heyra orð hennar er að heyra áskorun verndarengils um að fylgjaþeirri kenningu, sem ein sigrar freistingar hjerna megin og veitir kærleika frelsarans hinu megin",

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.