Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Side 70

Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Side 70
70 ið, sem oss er veitt, og aö Kristur sagði: „Ef tveir af yður biðja nokkurs samhuga á jörðu, mun þeim veitast af föður rnínum sjerhver sá hlutur, sem þeir kunna að biðja um, því að hvar sem 2 eða 3 eru saman komnir í mínu nafni, þar er jeg mitt á með- al þeirra". (Matt. 18. 19—20). ------ooo------ Mac Alls missiónin. Kóbert Whitaker Mac All fæddist 1821 á Eng- landi. Hann var Skoti að ætt, og voru margir góðir prjedikarar i ætt hans. Faðir hans var prestur í Manchester og var mælskumaður mikill. Móðir hans var komin af Róbert Bruce. Faðir hans vildi að hann yrði prestur, en Mac All þótti það of ábyrgðarmikið, og lærði byggingai fræði; en þegar hann var rúmiega tvitugur, tók hann sinnaskipti og vildi úr því verja æfl sinni beinlínis til þess að efla guðsriki; þá fór hann að lesa guð- fræði, og tók guðfræðispróf við háskólann í Lund- únum 1847, og var upp frá því prestur í ýmsum bæjum á Englandi þangað tii árið 1871, þá kom sá atburður fyrir, sem knúði hann af landi burt, og breytti starfi hans að miklu leyti. Hann og kona hans voru það ár á skemmtiferð í Frakklandi, og komu til Parísarborgar, sem þá var að mörgu leyti illa stödd eptir ófriðinn. Einn dag voru þau

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.