Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Side 93

Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Side 93
98 Þjóðverji þýddi vers eftir vers, er eg las, fyrir löndum sínum. Eg komst nú að nýrri raun um sjálfan mig, Eg hafðijafnan haldið, að eg væri haf- inn yfir ótta við dauðann. Eg hafði oft predikað um þetta efni, og hvatt kristna menn til að lifa í þessum sigri trúarinnar. í borgara-styrjöldinni hafði eg verið innan um skoteldana og ekki hræðst. Eg var í Chicago í hinni miklu kóleru drepsótt, og eg var með læknunum og vitjaði hinna sjúku og hel- teknu. Þar sem þeir gátu vitjað um líkami manna, gat eg og vitjað um sálir þeirra. Eg man eftir bólusóttar tilfelli, þar sem holdið bókstaflega datt. af beinunum, en eg gekk að sænginni aftur og aftur, uieð bibliu og bæn fyrir sakir Jesú. í öllu þessu óttaðist, eg ekki dauðann. En á þessu sökkvandi skipi var því öðruvisi varið. Pað var ekkert ský milli mín og frelsara míns. Eg vissi að syndir mínar voru afmáðar, og að eg mundi vakna í himninum, ef eg dæi. Þetta var útkljáð fyrir löngu. En hugsanir mínar leituðu til ástvina minna heima, — konu minnar og barna minna og vina minna beggja vegna hafsins — og fcegar eg setti mér fyrir sjónir, að næsta stund mundi skilja mig við þá að fullu og öliu, að svo miklu leyti sem þennan heim snertir, þá gugnaði eg því nær alveg. Það var dimmasta stund æfi minnar. Eg gat. eigi þolað það. Eg várð að leita léttis og mér létti við bænina. Guð heyrði óp mitt, og hjálp- aði mér til að segja frá djúpi sálar minnar: „Verði

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.