Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Side 54

Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Side 54
54 mitt leyti gjöri lítið úr skírninni. Einnig eg trúi þvi, samkvæmt vitnisburði ritningarinnar, að mað- urinn endurfæðist i skírninni til lífs með guði og samféiags við hann, og að sáluhjálp mannsins sé undir því komin að hann standi stöðugur í skírnar- sáttmála sínum. í skírninni fram fer því — þar um erum vér sammáia — nokkuð það, er leggur undir- stöðu að sáluhjálp'vorri. En þar með er eigi sagt, að skírnin sé undirstaða sáluhjálparvmw vorrar. fví skírnin getur því að eins fullvissað oss um sálu- hjáip vora, að vér áður séum vissir um, að í skírn- inni fram fari guðs verk, og að boðunin á fyrirgefn- ingu syndanna, lifi og sáluhjálp sé af guðs hálfu eilíflega óhaggandi. En hvað gefur oss þá vissu um þetta? Hið sýnilega teikn í skírninni gjörir það eðlilega ekki. Fyrir því hlýtur það að vera skírnarorðið, sem gjörir það. Orð það, sem hljómar við skírnina, eða öllu heldur vitnisburður ritningarinnar og safn- aðarins inn skírnina hlýtur fyrir þá, er telja skírnina hina kristilegu vissu-undirstöðu sína, að eiga slikt sannleiksvald, að það þrýsti samvizku þeirra til að trúa á náð skírnarinnar og hvilast í henni. En þá lenda þeir í raun og veru á sömu vissu-undirstöð- unni, sem eg hef haldið fram hér að framan: valdi sannleiksorðsins yflr samvizku sannkærs rnanns. Allur munurinn verður í mesta lagi sá, að sumir menn finna mest til sannleiksvalds orðsins, þegar ritning eða söfnuður vitnar um sáttmála skímarinnar,

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.