Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Side 73

Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Side 73
73 Hann forðaðist að ráðast á aðra kristna trúarflokka, Þótt hann væri sjálfur endurbættrar trúar, en boð- aði Jesúm Krist og hann krossfestan eins greinilega og unnt var. Ræður hans voru fullar af smásög- um og dæmum úr daglega lífinu, sem gátu hvatt menn tiJ apturhvarfs. Salurinn varð brátt ailt of lítill, og leigði hann þá stóran danssal til að prje- dika í, sem varð og brátt troðfullur af áheyrendum. Þau hjónin báru í íyrstu sjálf allan kostnaðinn, þótt þau yrðu að selja eigur sínar og jafnvel nokkuð af húsgögnum sínum til að geta staðið í skilum. En Þegar starf þeirra fór að verða kunnugt og þau höfðu gefið út fyrstu ársskýrsluna um það, urðu margir, bæði á Englandi og Frakklandi, til að styrkja þau. Mac All fjekk smámsaman fleiri og fleiri vini meðal verkamannanna. Ræður hans voru gagn- sýrðar af kærieika Krists, samkomurnar voru laus- ar við viðhöfnina i kaþólsku kirkjunni, og allt við- mót hans, og þá ekki sízt „handabandið við dyrn- ar,“ var mjög aðlaðandi. Auk þess voru hjörtun móttækilegri fyrir gleðiboðskapinn vegna erfiðleik- anna og neyðarinnar, sem þjóðin átti við að búa þessi árin. Reyndar virtust hjörtu höfðingjanna of vel lokuð enn þá, en „smæiingjarnir" voru þeim mun fúsari að veita gleðiboðskapnum móttöku. í janúar 1873 kom.hann áfót fyrsta sunnudaga- skólanum, siðan hefur þeim fjölgað að stórum mun, einkum undir stjórn M. Greigs. Brátt var og farið áð útvega fleiri samkomuhús, Mac All stýrði starf-

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.