Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Side 21

Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Side 21
21 mörgum sönnnnum, að menn verða sannfærðir um guðdómleik orðsins; heldur verður það blátt áfram á þann hátt, að þeir verða andiega snortnir af and- anum í orðinu. Þannig er það. Og þannig hefur það ávallt verið. Þegar Jesús forðum hafði haldið fjallræðuna, þá sagði lýðurinn, svo sem kunnugter: „Hann taiar eins og sá, sem heíur guðlegt vald!“ Eg hygg, að menn þessir hefðu ekki getað komið með algilda og óræka sönnun fyrir því, að Jesús hefði slíkt vald, né lýst þvi greinilega, í hverju valdið væri fólgið. Heldur töluðu þeir af persónuJegri reynslu sinni. Andi þeirra hafði orðið snortinn af andanum í orð- um Jesú; og afleiðingin var sú, að þeir fengu eigi varizt þvi að verða fyrir gagngjörðum áhrifum af guðlegu valdi orðsins. — Vér hljótum að ganga sömu götu. Sannanir hjálpa Jitið. En verði andinn snortinn af andanum, þá eru sannanir óþarfar. Þar með sé þó eigi sagt, að eigi megi koma með sannanir að nokkru leyti. Það má jafnvel koma með sterkar sannanir; — já, eg dirfist jafn- vel að segja, að ef rétt er álitið, sanni allt í heim- inum sannleik guðs orðs og guðdómleik. Náttúran sannar guðdómleik orðsins, því að orðið hefur allt í frá sköpunarsögunni bent á hin sígildu sjónarmið, að því er snertir stöðu náttúr- unnar og lög, — sjónarmið, sem öll menning og visindi til þessa dags hafa staðfest. Orðið sýnir, að náttúran er framþróun með svigrúmum fyiir nýja

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.