Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Side 7

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Side 7
IÐUNN Hermann Jónasson. „Meinleg örlög margan hrjá mann og ræna dögum. Sá er löngum endir á Islendingasögum". Þorsteinn Erlingsson. Skömmu eftir miðbik síðustu aldar fæddist norður í Bárðardai, að kalla í jaðrinum á Ódáðahrauni, lokkbjart- ur sveinn, sem skírður var Hermann. Flest var honum vel gefið, svo úr honum hefði mátt spinna dýrmætan mann. En nornirnar lögðu honum mishæðóttan æfiveg, sneru honum andstæðum slungna örlögþáttu, báru hon- um fári blandinn mjöð. Hann varð hrasandi ágætismaður, konungur og þræll, illum harðstjóra kúguð kempa. Hann beið sama undarlega hlutskiftið, sem hlotnast hefir sum- um hinum bestum Islendingum. I sjálfs sín efnum varð hann, í óeiginlegri merkingu, á marga lund gjaldþrota- maður, en gróðrar- og gróðamaður fyrir hönd þjóðar sinnar ,og ættlands. Avextir af æfistarfi hans eru sýni- legir sem steinn á leiði eða hrísla á hól. Fór þó fjarri, að honum YrÖi úr sjer, sem vænta hefði mátt af yfir- burðum hans, rithöfundhæfileikum, stjórnar- og skipu- lagsgáfu, andlegri frjósemi og verklegri framtaksemi. Sveinninn úr Bárðardal var einn kotungssonur ís- lenskra æfintýra, er með afrekum sínum vann sjer kon- ungdóm. En æfintýrin þegja um, að slíkum köppum Iöunn IX. 1

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.