Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Side 16

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Side 16
10 Sigurður Guðmundsson: ÍÐUNN flestra mál, að þar hafi stjórnsemi hans og hagsýni notið sín, þótt kært væri honum ölið sem áður, svo að keyrði úr hófi fram. Af þeim sökum vjek Björn Jónsson hon- um úr ráðsmannsstöðu. Hafði hann þá stýrt búi á tveimur biskupssetrum og búið á einum klausturstað og orðið að hrekjast af öllum. Ur þessu var hann á faraldsfæti. Nú leitar hann inn á við verkefna, er hann er sviftur sýslunum og stöðu, fer að rekja drauma sína og dulræn efni.1) Arið 1917 fór hann til Vesturheims. Börn hans og kona, Guðrún Jónsdóttir, voru flutt þangað. Höfðu þau hjón slitið samvistum fyrir nokkrum árum. Varð hann samferða þangað granna sínum gömlum, Stepháni G. Stephánssyni. Fór hann þar víða um bygðir landa vorra, og hitti þar marga æskuvini og frændur. Flutti hann þar fjölsótt erindi, og dugði honum lágur inngangseyrir til viðurværis og ferða. Síðar fjekst hann við laxveiðar að gömlum sið. Honum leist meðallagi vel á ráðlag og menningar- stefnu vestur þar. Hann ritar Unni frændkonu sinni 27. dec. 1921: „Hjer I landi kvarta menn um erfiða tíma. Mjög andstætt er fyrir bændum, og verlrafólk hefir þetta ár gengið hópum saman atvinnulaust eða rjettara sagt, svo að millíónum shiftir. Vörur hafa allmikið fallið í verði, en kaupgjald lækkað tiltölulega meira. Þótt erfitt þyki heima á Islandi nú sem stendur, álít jeg þó hina mestu fásinnu að flytja þaðan og vestur. Margir heima hafa sýnt hina mestu ráðleysu á fyrirfarandi árum, svo að það hlýlur að koma í koll. En hið sama hefir átt sjer stað í flestum löndum. Mennirnir standa enn á svo sorglega lágu stigi, bæði siðferðislega og vits- 1) Snemma hefir honum leikið forvitni á dulrænum rökuni. Það sýnir rækileg lýsing hans á manninum, sem prjedikaði f svefni (í „ Þ jóðólfi “ 1890).

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.