Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Page 19

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Page 19
IÐUNN Hermann Jónasson. 13 hans um aga og heimilisstjórn. Á þingbekhjum reyndist hann hvorki skörungur nje mælskumaður, talaði stirt og seint. En hann flutti þar þó frumlegasta nýmælið og djarfmannlegasta, er flutt hefir verið á alþingi. ]eg á við þegnskyldutillögu hans. Hann var og einn frumherji gaddavírslaganna1). var í ráðum við samning frumvarps- ins, framsögumaður þess í neðri deild, ódeigur og ó- trauður. Enn er ótalið, að hann var skapaður rithöfund- ur. Hefði það best sjest, ef stundað hefði hann fagrar mentir og gert bókiðnir að æfistarfi. Voru hugvekjur hans því vænlegri til áhrifa, er hann var svo orðfær og ritfær. Alt orðaði hann ljóst og liðlega. Oskýrleikur verður naumast fundinn í ritum hans. Hann hafði hvort- tveggja til brunns að bera: vald á tungunni og smekk- vísi, orðlipurð og næmleik á mál. Honum virðist verið hafa jafnljett um að rita og öðrum að tala. Þó er stíll hans stundum gallaður af ofnotkun smáorða, er aðeins lengja og lýta, draga þrótt úr orðfæri og hugsun. Hermann hefir því verið mikill hæfileikamaður. Þór- arinn Jónsson ritar: »Hermann var einna best gefinn maður, að öllu samlögðu, sem jeg hefi kynst. Skarpari menn getur þó sjálfsagt marga, en alls engan hefi jeg þekt með slíkri dómgreind á cllum sviðum. Ætti jeg að svara því, til hvers jeg áliti, að Hermann hefði verið færastur að starfa, eða hvar sjálfshneigð hans hefði verið ákveðnust, væri jeg í töluverðum vafa. Svo jafnvígur var hann á alt, sem hann vann að. En þó tel jeg hann sem stjórnara hafa verið á sinni rjettu og bestu hillu*.------- »Var hann í raun og veru fæddur foringi, enda hefði hann víða orðið í fararbroddi, ef óregla hefði ekki orðið til spillingar hinum góðu kostum hans«. Eðli hans var 1) Frumhöfundur þeirra var Guðjón Guðlaugsson.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.