Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Side 23

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Side 23
IÐUNN Hermann jónasson. 17 tíma, William James, um nauðsyn samskonar skyldu, sem þessi íslenski búandmaður lagði til. Eru rck hans hin merkilegustu. Þá er herskylda hverfur, segir hann, verður að finna siðferðilegt samgildi hennar, því að hún elur dygðir, er aldrei má án vera, t. d. hugrekki, harð- fengi og sómatilfinning. í stað útboðs í stríð þjóða í milli yrði að koma útboð æskulýðs til hers þess, er stefnt er mót náttúrunni. Þótt hin verstu álög og örlög að mestu kiptu Her- manni ungum frá þjóðþörfu starfi, var hann einn þeirra, sem orti og ruddi menningarmörkina. Þegnskylda hans var uppdráttur að nýju skipulagi, sem sennilega verður ekki fullskapað nje framkvæmt, fyrr en bein hans eru löngu fúin í Víkurgarði. Þá snýst í aðdáun kuldaglott og óspakra spott, sem fyrst mæddi á honum fyrir til- lögu hans, og löngum eru fyrstu þakkirnar fyrir hverja nýja og göfuga hugmynd. Utgáfu »Búnaðarrits« hans verður — á einhvern hátt — haldið áfram eins lengi og landbúnaður verður stundaður á Islandi. Hermann hefir drengilega unnið að því, að með þekkingu verði búið á landi hjer. Framtíð íslensks landbúnaðar fer eftir árangri slíkrar viðleitni og vinnu. Hermann ]ónasson hefir hlúð að rótunum, er þjóðþroski vor og gengi á marga vegu rennur af. III. Hermann jónasson var, á ýmsa lund, öðrum mönn- um ólíkur. Honum var margt gefið. Hann var nokkurs konar ófreskisgáfu gæddur. Það var eins og hann hefði annaðhvort fleiri skynfæri eða næmari skynfæri en aðrir menn. Hann varð, sökum slíks, margs vísari. Hann virð- ist verið hafa furðulega berdreyminn eða orðið undar- lega margs var í svefni eða svefnmóki. Sumthvað virðist Iöunn IX. 2

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.