Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Page 31

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Page 31
IÐUNN Hermann ]ónasson. 25 ráði sínu og framkomu. ]eg hefi engum kynst, er eins vel kunni íþrótt þá. Þessi næmleikur og hreinskilni gerði hann, ásamt vitsmunum hans og karlmannlegum yl, er frá honum lagði, að einhverjum hinum notalegasta manni í viðkynningu og vináttu. Því sóttu margir ráð hans í alls konar vandræðum og vanda. Veit jeg dæmi þess, að leitað var ráða hans í stríðu einkamáli og hon- um um það ritað hjeðan að heiman vestur á Hyrrahafs- strönd. Og svarið var ekki ritað utan við sig. Hann var og óvenjunærgætinn. Naut þeirrar nærgætni þægilega í gestrisni hans. Líður mjer seint úr minni, hversu hann að haustlagi tók eitt sinn ferðalang, sundvotum úr Húna- vatni. Þar var með sömu gerhygli og umhyggjusemi sjeð fyrir þörfuni gests og hests. Hermann hefir skilið, hvílíks næmleika honum var ljeð. í brjefi til Unnar Vilhjálmsdóttur kveðst Hermann oft hafa bölvað feimninni, bæði sín vegna og »nánustu ættingja«. Síðan segir hann: »Raunar er nú rangt að bölva feimninni, því að hún er runnin af bestu rótum: óvenju- miklum næmleika fyrir allri framkomu sinni og hegð- un“J). Hann kveður þenna dýra eiginleika spretta af »góðum gáfum og fíngerðum«, einkum dómgreind. Hitt mun eigi síður sannmæli, að dómgreind spretti nieðfram að næmni skynjana og tilfinninga. Þessi mikli næmleikur gæddi og hjelt við samvisku- semi hans og vandaðri breytni, er sýn er í ráðsmensku hans fyrir landsins hönd. Svalli hans og ákaflegri ofdrykkju tókst aldrei að drepa mannkosti hans. Þórarinn á Hjalta- bakka, er honum var allra manna kunnugastur, skrifar: »Hann var — — hreinvandaður, vinfastur, trygglyndur, ráðhollur og rjettlátur svo að engan þekti jeg eins«. Agrip 1) Leturbreyling mín. Höf.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.