Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Side 36

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Side 36
30 ]akob Thorarensen: IÐUNN og ástúð hjartans mjúka og þýða, svo dansaði’ og söng hún svanna best; glöð með þeim, sem gleðjast vildu og greiðug á þau brosin mildu, er lofa og einnig efna flest. Rósin fagra í föðurranni, — fínast alls, er skreytti þar — hún var ætluð höfðingsmanni, hún var frjáls, en þó í banni um léttúð alla og lofnarfar. — Því bar mærin þrútnar kinnar, þegar hún kom til móður sinnar og sagði’ henni alveg eins og var. Fyrst var upphrópsorðum veifað, æsing hljóp í skap og blóð. Þá um stund á staðreynd þreifað, stillilega og málið reifað, reist gegn vansa ráðin góð. »Hví er grúft og grátið svona?« Gátuna réði lausakona, sem á hleri staðföst stóð. Lítill blossi úr óláns-eisu ei er þörf að fuðri hátt; reyrast seint í ráðaleysu röskir menn, og smárrar hneisu burðargjald er gjarnast lágt. — — Alla hefð og hóf ’ún kunni heimkomin úr siglingunni, gyðjum fegri — og giftist brátt.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.