Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Side 37

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Side 37
IÐUNN Kvæði. 31 II. Suma gerir giftan fleyga, og greið eru’ að líða tuttugu ár, þeim sem hennar heiði teiga. Hinum, þeim sem bágast eiga, spölurinn er ei sporafár; þeim sem aldrei áttu móður, enginn reyndist hlýr og góður, verður flestum fótur sár. Snáði, augljóst úrkast manna, upphrópsmerki’ um skrílsins korg, seiggerð storkun frosts og fanna, flaut á bylgjum þúsundanna, straumi lífs í stórri borg. Engir greindu af grun né vissu getnað hans — þá feyki skyssu, en markið áttu »synd og sorg«. Samt var furða þvælnin, þolið, þófið hans við nekt og sult. Enn þá hafði ’ann aldrei stolið, en er mest varð neyðin, volið, brann sú fýsn, þó færi dult. Stundum líkast góðum granna ginnihvískur freistinganna og falsskin þeirra glýju-gult. »Hægan! Sjá hve sakir standa: Siðprúð kona, íslensk frú,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.