Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Page 39

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Page 39
IÐUNN Kvæði. 33 Vitnaðu svo að hregg og hungur hafi soninn dustað vel; dó þó að sönnu úr elli ungur, því æskuna gleyptu veglaus klungur og stórhugann lukti lítil skel. Beiddu ’ana að hafa ei hugartrega; hún hefir grafið kirfilega hneisuna sína í múgsins mel«. Mildi að olli’ ei masið slysi, mjög varð frúin óttableik. Líkt og fléttað geig og gisi grimmilegu hugarblysi skaut á hennar skilnings-kveik. — Nær sem minning þessi þreytir þarf hún »púns« og mikils neytir, svo rósemd hjartans verði’ ei veik. Dulagjá. Dulir þykja drottins vegir, dómar hans og lagaboð. Ærið hart hann ýmsa beygir, ástæður ei neinum segir; virðist sumt á veikri stoð. Sett er fyrir sjónir manna svipuð stjórnan atvikanna, eins og flaksi í vindi voð. — Dimt er kvöldið, krapi og mugga. — Kafar skafla og stefnir heim L Iðunn IX. 3

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.