Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Page 42

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Page 42
36 Jakob Thorarensen: Kvæði. IÐUNN kletturinn tér, — »uns harms á botni þagnaði’ og lést úr lífsins þrá«. Kvennamaðurinn. Hann ríður í hlað, er hallar degi. Hundarnir pilti trúa eigi, þeir gjamma, ærast og glepsa ögn. En stiltur á slíku styrjarþingi hann stingur að krökkum 5-eyringi. ]ú, þarna’ eru á ferðum fágæt mögn. Nú sér hann í grend hvar stendur stúlka, og strax fara’ hans augu að loga og »túlka« hans göfga’ og indæla »innri mann«. Þau brosa, þau gráta, biðja og særa: ó, binstu mér örugg, trú mér kæra, ég er kominn með sjálfan kærleikann. Og óþreyja grípur sérhvern svanna, hún svellur í brjóstum ungmeyjanna, en sextugar kellur kippast við. Hann tendrar jafnvel þann furðu funa, sem fiðrar við sjálfa húsfreyjuna, um andskota þann ei einleikið. Guð leyfir það fæst, sem lánast honum; — vér lýsum ei sjálfum aðföronum, hve nær sem gefast tök og tóm. Með »ástina« í hjartans sama sveppi sullast hann þetta hrepp úr hreppi og meyjanna plantar munablóm.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.